Erlent

Obama og Xi Jinping funda

Xi Jinping
Xi Jinping

Valdamestu menn heims, Barack Obama Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, funduðu í samanlagt um átta klukkutíma á föstudag og laugardag í opinberri heimsókn Xi til Bandaríkjanna.

Þar af áttu þeir 50 mínútna fund undir fjögur augu. Xi tók við embætti í mars síðastliðnum og er þetta fyrsti fundur þeirra Obama.

Meðal umræðuefna á fundi þeirra voru kjarnorkuvopnaógn Norður-Kóreu, efnahagsmál og loftslagsmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×