Erlent

Suu Kyi stefnir á forsetastólinn

ÞJ skrifar
Aung San Suu Kyi stefnir ótrauð að því að bjóða sig fram til forseta í Mjanmar.
Aung San Suu Kyi stefnir ótrauð að því að bjóða sig fram til forseta í Mjanmar. NordicPhotos/AFP

Baráttukonan Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Mjanmar, ítrekaði í gær áform sín um að bjóða sig fram til forseta landsins í næstu kosningum.

Suu Kyi, sem er handhafi friðarverðlauna Nóbels og var um árabil pólitískur fangi í heimalandi sínu, lét þessi ummæli falla á ráðstefnu með helstu fyrirmennum Asíu á sviðum viðskipta og stjórnmála.

Thein Sein, núverandi forseti, talaði einnig á rástefnunni þar sem hann lagði áherslu á umbótastarf sem hefur verið unnið í landinu síðustu ár.

Stjórnarskrárbreytinga er þörf til þess að Suu Kyi geti tekið við embætti forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×