Erlent

Ríkjum með ein hjúskaparlög fjölgar

ÞEB skrifar
Frakkar hafa mótmælt kröftuglega nýjum lögum sem heimila hjónaband samkynhneigðra. Landið varð um miðjan maí það þrettánda til að taka upp slíka löggjöf.
Frakkar hafa mótmælt kröftuglega nýjum lögum sem heimila hjónaband samkynhneigðra. Landið varð um miðjan maí það þrettánda til að taka upp slíka löggjöf. Nordicphotos/AFP

Þrettán ríki heimsins hafa nú heimilað hjónabönd samkynhneigðra og í tveimur til viðbótar munu slík lög taka gildi í haust. Frakkland varð í síðustu viku þrettánda ríkið en lögin fóru ekki í gegn þar þegjandi og hljóðalaust.

Mikil mótmæli hafa brotist út reglulega vegna málsins á götum Parísar undanfarin misseri. Stórar mótmælagöngur gegn hjónaböndum samkynhneigðra hafa verið haldnar og í kjölfarið hafa einnig verið haldnar fjölmennar samkomur fólks sem styður ein hjúskaparlög.

Þegar lögin tóku gildi í byrjun síðustu viku urðu mótmælin ofbeldisfull og fjöldi fólks var handtekinn. Á miðvikudag gekk svo fyrsta parið í hjónaband, þeir Vincent Autin og Bruno Boileau. Þeir gengu í hjónaband í Montpellier og það var borgarstjóri borgarinnar sem gaf þá saman. Mikil öryggisgæsla var í kringum viðburðinn og honum var einnig sjónvarpað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×