Erlent

Rækta skordýr til manneldis

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar

Finnland Fjárfestar og matvælaiðnaðurinn í Finnlandi hafa mikinn áhuga á verkefni þar í landi um ræktun lirfa til manneldis.

Lirfurnar eru prótínríkar og geta lifað á úrgangi sem annars yrði fleygt, að því er segir á fréttavef Svenska Dagbladet sem vitnar í finnska fjölmiðla.

Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna mælti með því fyrir nokkru að fleiri neyttu skordýra. Skordýr eru nú hluti af fæðu tveggja milljarða manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×