Erlent

Hungurverkfall í Guantanamo

Þorgils Jónsson skrifar
Íbúar í New York hafa síðustu daga mótmælt Guantanamo-fangabúðunum en margir fanganna í búðunum hafa verið þar í áraraðir án þess að þeim hafi verið birt ákæra.NordicPhotos/AFP
Íbúar í New York hafa síðustu daga mótmælt Guantanamo-fangabúðunum en margir fanganna í búðunum hafa verið þar í áraraðir án þess að þeim hafi verið birt ákæra.NordicPhotos/AFP
Tæplega 40% fanga í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjanna á Kúbu eru nú í hungurverkfalli til að mótmæla aðstæðum sínum í búðunum og því að þeir séu geymdir þar um óákveðinn tíma.

Alls eru 166 fangar nú í búðunum og 64 þeirra neita sér um mat. Þar af eru sextán þeirra mataðir gegn eigin vilja. Skiptar skoðanir eru um líðan fanganna, þar sem lögmenn fanga hafa haldið því fram að sumir þeirra séu við dauðans dyr en talsmenn bandaríska hersins neita að svo sé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×