Erlent

Pervez Musharraf handtekinn

Þorgils Jónsson skrifar
Endurkoma Pervez Musharraf var handtekinn í gær.NordicPhotos/AFP
Endurkoma Pervez Musharraf var handtekinn í gær.NordicPhotos/AFP
Pervez Musharraf, fyrrverandi yfirmaður herforingjastjórnarinnar í Pakistan, var handtekinn í gær. Hann á yfir höfði sér ákæru vegna landráða eftir að hann setti nokkra hæstaréttardómara í stofufangelsi árið 2007 í kjölfar þess að hann lýsti yfir neyðarlögum.

Musharraf, sem réði ríkjum frá herforingjauppreisninni 1999 til ársins 2008, gagnrýndi aðgerðirnar gegn sér og sagði þær sprottnar af pólitískum hvötum.

Hann sneri aftur til heimalands síns fyrir skemmstu og hugði á endurkomu í stjórnmál. Af því mun þó ekki verða þar sem hann er ekki kjörgengur samkvæmt nýlegum dómsúrskurði.

Musharraf sótti um að fá að ganga laus gegn greiðslu tryggingargjalds en fékk synjun í fyrradag.

Strax eftir þá uppkvaðningu þusti Musharraf með vörðum sínum út í bifreið sem ók rakleitt inn í virki hans í úthverfi Íslamabad þar sem hans er gætt af mönnum úr pakistanska hernum. Þar var hann svo handtekinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×