Erlent

Fá bæði að ættleiða og giftast

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Andstæðingar frumvarpsins hafa mótmælt því harðlega, en fylgjendur hafa einnig fylkt liði til stuðnings því.
Andstæðingar frumvarpsins hafa mótmælt því harðlega, en fylgjendur hafa einnig fylkt liði til stuðnings því. Fréttablaðið/AP
Öldungadeild franska þingsins samþykkti í gær frumvarp um að leyfa hjónabönd og ættleiðingar samkynhneigðra.

Dómsmálaráðherrann Christine Taubira sagði réttarúrbæturnar „færa stofnanir okkar til móts við meira frelsi, jafnrétti og virðingu fyrir einstaklingum“. Með breytingunum yrðu réttindi barna sem eiga samkynhneigða foreldra ekki síst tryggð.

Öldungadeildin gerði smávægilegar breytingar á frumvarpi fulltrúardeildarinnar og nú munu báðar deildir taka þær til umfjöllunar. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði að lögum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×