Erlent

Handleggsbrotinn af samföngum sínum

Einn hinna ákærðu í hópnauðgunarmálinu í Nýju Delhi í desember var handleggsbrotinn í árás í fangelsi í fyrradag.

Fimm menn og einn unglingur voru ákærðir fyrir að hafa nauðgað ungri konu og beitt hana slíku ofbeldi að hún lést síðar af meiðslum sínum. Einn þeirra svipti sig lífi í fangelsi fyrir skemmstu.

Vinay Sharma og hinir þrír eftirlifandi ákærðu kvörtuðu í réttarsal yfir því að sæta ofbeldi af höndum samfanga sinna og fangavarða.

Eftir að þeir komu aftur í fangelsið var hann barinn með fyrrgreindum afleiðingum, en talsmaður fangelsisins segir Sharma hafa brotnað þegar hann datt í rútu á heimleið í fangelsið. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×