Erlent

Færri kjósa að ferðast til Indlands

Ferðamannastraumurinn til Indlands hefur dregist mjög saman.
Ferðamannastraumurinn til Indlands hefur dregist mjög saman.
Fréttaflutningur af ofbeldi gagnvart konum á Indlandi ógnar ferðamannaiðnaði þar í landi, sem árlega veltir tæpum 2.200 milljörðum íslenskra króna.

Ferðamönnum hefur fækkað um fjórðung síðan í desember en þá lést ung kona eftir að henni var nauðgað af hópi karlmanna í Nýju-Delí. Þá hefur konum sem ferðast til landsins fækkað um 35%. Rannsóknin, sem náði til 1.200 ferðaskrifstofa á Indlandi, sýndi að ferðamenn breyttu frekar áætlunum sínum og ferðuðust til landa sem þeir töldu vera öruggari, líkt og til Taílands, Víetnams og Filippseyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×