Erlent

Ásakanir um efnavopnaárás

Ghassan Hitto hefur verið kosinn leiðtogi stærstu fylkinga uppreisnarmanna.	nordicphotos/AFP
Ghassan Hitto hefur verið kosinn leiðtogi stærstu fylkinga uppreisnarmanna. nordicphotos/AFP
Stjórnarherinn og uppreisnarmenn í Sýrlandi skiptust í gær á ásökunum um efnavopnaárás, sem sögð var hafa átt sér stað í þorpi norðan til í landinu, skammt frá borginni Aleppo.

Bandarískur embættismaður fullyrti að engar vísbendingar væru um að slík árás hefði verið gerð. Kæmi engu að síður í ljós að svo hefði verið, þá væri það í fyrsta sinn sem efnavopnum er beitt í átökunum, sem hófust fyrir tveimur árum og hafa kostað 70 þúsund manns lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×