Passa betur upp á boltann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2013 07:00 Þjálfarateymi Íslands – Heimir Hallgrímsson, Lars Lagerbäck og Guðmundur Hreiðarsson.fréttablaðið/valli Það er komið að seinni hálfleik í undankeppni HM 2014, en íslenska landsliðið mætir því slóvenska ytra á föstudaginn næstkomandi. Lars Lagerbäck tilkynnti í gær landsliðshóp sinn sem er ætlað það erfiða verkefni að sækja minnst eitt stig á erfiðum útivelli á Balkansskaga. Ísland er með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina en aðeins eitt stig skilur að liðin í 2.-4. sæti. Slóvenar eru í fimmta sæti með þrjú stig og hafa ekki náð að standa undir væntingum. Það er ljóst að Ísland þarf helst að fá stig í Slóveníu til að vera með í baráttunni um annað sætið. „Ég tel að við ættum enn góða möguleika á öðru sætinu og sæti í umspili með stigi gegn Slóveníu," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „En ég stefni alltaf á sigur í mínum leikjum og það breytist ekki nú."Nýr þjálfari hjá Slóvenum Ísland gerði góða för til Balkanskagans í haust og sigraði þá Albaníu 1-0 í miklum rigningarleik. Lagerbäck telur að lið Slóvena sé svipað að styrkleika. „Það er hins vegar ákveðin óvissa í kringum lið Slóvena því það er nýbúið að skipta um þjálfara," sagði Lagerbäck, en Slavisa Stojanovic var rekinn í desember. Srecko Katanec, sem kom Slóvenum á EM 2000 og HM 2002, var ráðinn aftur í starfið snemma á nýju ári. „Nýr þjálfari breytti um varnaraðferð og var með þriggja manna varnarlínu í síðasta æfingaleik. En það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi breyta aftur í fjögurra manna vörn fyrir leikinn gegn okkur," sagði Lagerbäck, en þess má geta að tveir leikmenn eru í banni hjá Slóveníu. Alls eru þeir þrír hjá Íslandi – Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson.Barcelona-heilkennið Slóvenía tapaði umræddum vináttuleik, 3-0, fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Á sama degi tapaði Ísland sínum vináttulandsleik gegn Rússum á Spáni, 2-0. Lagerbäck stillti upp sókndjörfu liði gegn Rússum en hann var þó fyrst og fremst ánægður með varnarvinnu liðsins í þeim leik. „Varnarleikurinn gegn Rússum var sá besti sem við höfum sýnt. Samvinna allra leikmanna í varnarleiknum var mjög góð. Við erum þó hikandi þegar við fáum boltann en bæði mörk Rússa komu þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað," segir Lagerbäck. „Ég hef kallað þetta Barcelona-heilkennið. Leikmenn geta stundum verið of metnaðargjarnir, þó svo að það sé gott að hafa metnað. En við þurfum að passa betur upp á boltann og fá leikmenn til að vera aðeins kaldari þegar þeir fá hann. Við þurfum að vera duglegir að búa til pláss þegar við fáum boltann og skapa pressu á varnarmenn andstæðingsins." Fátt kom á óvart í vali Lagerbäck. Sölvi Geir Ottesen kemur þó aftur inn í liðið þrátt fyrir að vera í kuldanum hjá liði sínu, FCK, á kostnað Indriða Sigurðssonar. Þá er Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu með sæti í landsliðinu. Stefán Logi Magnússon og Haraldur Björnsson eru báðir tæpir vegna meiðsla. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Það er komið að seinni hálfleik í undankeppni HM 2014, en íslenska landsliðið mætir því slóvenska ytra á föstudaginn næstkomandi. Lars Lagerbäck tilkynnti í gær landsliðshóp sinn sem er ætlað það erfiða verkefni að sækja minnst eitt stig á erfiðum útivelli á Balkansskaga. Ísland er með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina en aðeins eitt stig skilur að liðin í 2.-4. sæti. Slóvenar eru í fimmta sæti með þrjú stig og hafa ekki náð að standa undir væntingum. Það er ljóst að Ísland þarf helst að fá stig í Slóveníu til að vera með í baráttunni um annað sætið. „Ég tel að við ættum enn góða möguleika á öðru sætinu og sæti í umspili með stigi gegn Slóveníu," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „En ég stefni alltaf á sigur í mínum leikjum og það breytist ekki nú."Nýr þjálfari hjá Slóvenum Ísland gerði góða för til Balkanskagans í haust og sigraði þá Albaníu 1-0 í miklum rigningarleik. Lagerbäck telur að lið Slóvena sé svipað að styrkleika. „Það er hins vegar ákveðin óvissa í kringum lið Slóvena því það er nýbúið að skipta um þjálfara," sagði Lagerbäck, en Slavisa Stojanovic var rekinn í desember. Srecko Katanec, sem kom Slóvenum á EM 2000 og HM 2002, var ráðinn aftur í starfið snemma á nýju ári. „Nýr þjálfari breytti um varnaraðferð og var með þriggja manna varnarlínu í síðasta æfingaleik. En það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi breyta aftur í fjögurra manna vörn fyrir leikinn gegn okkur," sagði Lagerbäck, en þess má geta að tveir leikmenn eru í banni hjá Slóveníu. Alls eru þeir þrír hjá Íslandi – Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson.Barcelona-heilkennið Slóvenía tapaði umræddum vináttuleik, 3-0, fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Á sama degi tapaði Ísland sínum vináttulandsleik gegn Rússum á Spáni, 2-0. Lagerbäck stillti upp sókndjörfu liði gegn Rússum en hann var þó fyrst og fremst ánægður með varnarvinnu liðsins í þeim leik. „Varnarleikurinn gegn Rússum var sá besti sem við höfum sýnt. Samvinna allra leikmanna í varnarleiknum var mjög góð. Við erum þó hikandi þegar við fáum boltann en bæði mörk Rússa komu þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað," segir Lagerbäck. „Ég hef kallað þetta Barcelona-heilkennið. Leikmenn geta stundum verið of metnaðargjarnir, þó svo að það sé gott að hafa metnað. En við þurfum að passa betur upp á boltann og fá leikmenn til að vera aðeins kaldari þegar þeir fá hann. Við þurfum að vera duglegir að búa til pláss þegar við fáum boltann og skapa pressu á varnarmenn andstæðingsins." Fátt kom á óvart í vali Lagerbäck. Sölvi Geir Ottesen kemur þó aftur inn í liðið þrátt fyrir að vera í kuldanum hjá liði sínu, FCK, á kostnað Indriða Sigurðssonar. Þá er Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu með sæti í landsliðinu. Stefán Logi Magnússon og Haraldur Björnsson eru báðir tæpir vegna meiðsla.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Þróttur - FHL | Þróttarar vilja komast aftur á sigurbraut Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki