Passa betur upp á boltann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2013 07:00 Þjálfarateymi Íslands – Heimir Hallgrímsson, Lars Lagerbäck og Guðmundur Hreiðarsson.fréttablaðið/valli Það er komið að seinni hálfleik í undankeppni HM 2014, en íslenska landsliðið mætir því slóvenska ytra á föstudaginn næstkomandi. Lars Lagerbäck tilkynnti í gær landsliðshóp sinn sem er ætlað það erfiða verkefni að sækja minnst eitt stig á erfiðum útivelli á Balkansskaga. Ísland er með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina en aðeins eitt stig skilur að liðin í 2.-4. sæti. Slóvenar eru í fimmta sæti með þrjú stig og hafa ekki náð að standa undir væntingum. Það er ljóst að Ísland þarf helst að fá stig í Slóveníu til að vera með í baráttunni um annað sætið. „Ég tel að við ættum enn góða möguleika á öðru sætinu og sæti í umspili með stigi gegn Slóveníu," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „En ég stefni alltaf á sigur í mínum leikjum og það breytist ekki nú."Nýr þjálfari hjá Slóvenum Ísland gerði góða för til Balkanskagans í haust og sigraði þá Albaníu 1-0 í miklum rigningarleik. Lagerbäck telur að lið Slóvena sé svipað að styrkleika. „Það er hins vegar ákveðin óvissa í kringum lið Slóvena því það er nýbúið að skipta um þjálfara," sagði Lagerbäck, en Slavisa Stojanovic var rekinn í desember. Srecko Katanec, sem kom Slóvenum á EM 2000 og HM 2002, var ráðinn aftur í starfið snemma á nýju ári. „Nýr þjálfari breytti um varnaraðferð og var með þriggja manna varnarlínu í síðasta æfingaleik. En það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi breyta aftur í fjögurra manna vörn fyrir leikinn gegn okkur," sagði Lagerbäck, en þess má geta að tveir leikmenn eru í banni hjá Slóveníu. Alls eru þeir þrír hjá Íslandi – Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson.Barcelona-heilkennið Slóvenía tapaði umræddum vináttuleik, 3-0, fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Á sama degi tapaði Ísland sínum vináttulandsleik gegn Rússum á Spáni, 2-0. Lagerbäck stillti upp sókndjörfu liði gegn Rússum en hann var þó fyrst og fremst ánægður með varnarvinnu liðsins í þeim leik. „Varnarleikurinn gegn Rússum var sá besti sem við höfum sýnt. Samvinna allra leikmanna í varnarleiknum var mjög góð. Við erum þó hikandi þegar við fáum boltann en bæði mörk Rússa komu þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað," segir Lagerbäck. „Ég hef kallað þetta Barcelona-heilkennið. Leikmenn geta stundum verið of metnaðargjarnir, þó svo að það sé gott að hafa metnað. En við þurfum að passa betur upp á boltann og fá leikmenn til að vera aðeins kaldari þegar þeir fá hann. Við þurfum að vera duglegir að búa til pláss þegar við fáum boltann og skapa pressu á varnarmenn andstæðingsins." Fátt kom á óvart í vali Lagerbäck. Sölvi Geir Ottesen kemur þó aftur inn í liðið þrátt fyrir að vera í kuldanum hjá liði sínu, FCK, á kostnað Indriða Sigurðssonar. Þá er Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu með sæti í landsliðinu. Stefán Logi Magnússon og Haraldur Björnsson eru báðir tæpir vegna meiðsla. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Það er komið að seinni hálfleik í undankeppni HM 2014, en íslenska landsliðið mætir því slóvenska ytra á föstudaginn næstkomandi. Lars Lagerbäck tilkynnti í gær landsliðshóp sinn sem er ætlað það erfiða verkefni að sækja minnst eitt stig á erfiðum útivelli á Balkansskaga. Ísland er með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina en aðeins eitt stig skilur að liðin í 2.-4. sæti. Slóvenar eru í fimmta sæti með þrjú stig og hafa ekki náð að standa undir væntingum. Það er ljóst að Ísland þarf helst að fá stig í Slóveníu til að vera með í baráttunni um annað sætið. „Ég tel að við ættum enn góða möguleika á öðru sætinu og sæti í umspili með stigi gegn Slóveníu," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „En ég stefni alltaf á sigur í mínum leikjum og það breytist ekki nú."Nýr þjálfari hjá Slóvenum Ísland gerði góða för til Balkanskagans í haust og sigraði þá Albaníu 1-0 í miklum rigningarleik. Lagerbäck telur að lið Slóvena sé svipað að styrkleika. „Það er hins vegar ákveðin óvissa í kringum lið Slóvena því það er nýbúið að skipta um þjálfara," sagði Lagerbäck, en Slavisa Stojanovic var rekinn í desember. Srecko Katanec, sem kom Slóvenum á EM 2000 og HM 2002, var ráðinn aftur í starfið snemma á nýju ári. „Nýr þjálfari breytti um varnaraðferð og var með þriggja manna varnarlínu í síðasta æfingaleik. En það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi breyta aftur í fjögurra manna vörn fyrir leikinn gegn okkur," sagði Lagerbäck, en þess má geta að tveir leikmenn eru í banni hjá Slóveníu. Alls eru þeir þrír hjá Íslandi – Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson.Barcelona-heilkennið Slóvenía tapaði umræddum vináttuleik, 3-0, fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Á sama degi tapaði Ísland sínum vináttulandsleik gegn Rússum á Spáni, 2-0. Lagerbäck stillti upp sókndjörfu liði gegn Rússum en hann var þó fyrst og fremst ánægður með varnarvinnu liðsins í þeim leik. „Varnarleikurinn gegn Rússum var sá besti sem við höfum sýnt. Samvinna allra leikmanna í varnarleiknum var mjög góð. Við erum þó hikandi þegar við fáum boltann en bæði mörk Rússa komu þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað," segir Lagerbäck. „Ég hef kallað þetta Barcelona-heilkennið. Leikmenn geta stundum verið of metnaðargjarnir, þó svo að það sé gott að hafa metnað. En við þurfum að passa betur upp á boltann og fá leikmenn til að vera aðeins kaldari þegar þeir fá hann. Við þurfum að vera duglegir að búa til pláss þegar við fáum boltann og skapa pressu á varnarmenn andstæðingsins." Fátt kom á óvart í vali Lagerbäck. Sölvi Geir Ottesen kemur þó aftur inn í liðið þrátt fyrir að vera í kuldanum hjá liði sínu, FCK, á kostnað Indriða Sigurðssonar. Þá er Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu með sæti í landsliðinu. Stefán Logi Magnússon og Haraldur Björnsson eru báðir tæpir vegna meiðsla.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira