Passa betur upp á boltann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. mars 2013 07:00 Þjálfarateymi Íslands – Heimir Hallgrímsson, Lars Lagerbäck og Guðmundur Hreiðarsson.fréttablaðið/valli Það er komið að seinni hálfleik í undankeppni HM 2014, en íslenska landsliðið mætir því slóvenska ytra á föstudaginn næstkomandi. Lars Lagerbäck tilkynnti í gær landsliðshóp sinn sem er ætlað það erfiða verkefni að sækja minnst eitt stig á erfiðum útivelli á Balkansskaga. Ísland er með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina en aðeins eitt stig skilur að liðin í 2.-4. sæti. Slóvenar eru í fimmta sæti með þrjú stig og hafa ekki náð að standa undir væntingum. Það er ljóst að Ísland þarf helst að fá stig í Slóveníu til að vera með í baráttunni um annað sætið. „Ég tel að við ættum enn góða möguleika á öðru sætinu og sæti í umspili með stigi gegn Slóveníu," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „En ég stefni alltaf á sigur í mínum leikjum og það breytist ekki nú."Nýr þjálfari hjá Slóvenum Ísland gerði góða för til Balkanskagans í haust og sigraði þá Albaníu 1-0 í miklum rigningarleik. Lagerbäck telur að lið Slóvena sé svipað að styrkleika. „Það er hins vegar ákveðin óvissa í kringum lið Slóvena því það er nýbúið að skipta um þjálfara," sagði Lagerbäck, en Slavisa Stojanovic var rekinn í desember. Srecko Katanec, sem kom Slóvenum á EM 2000 og HM 2002, var ráðinn aftur í starfið snemma á nýju ári. „Nýr þjálfari breytti um varnaraðferð og var með þriggja manna varnarlínu í síðasta æfingaleik. En það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi breyta aftur í fjögurra manna vörn fyrir leikinn gegn okkur," sagði Lagerbäck, en þess má geta að tveir leikmenn eru í banni hjá Slóveníu. Alls eru þeir þrír hjá Íslandi – Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson.Barcelona-heilkennið Slóvenía tapaði umræddum vináttuleik, 3-0, fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Á sama degi tapaði Ísland sínum vináttulandsleik gegn Rússum á Spáni, 2-0. Lagerbäck stillti upp sókndjörfu liði gegn Rússum en hann var þó fyrst og fremst ánægður með varnarvinnu liðsins í þeim leik. „Varnarleikurinn gegn Rússum var sá besti sem við höfum sýnt. Samvinna allra leikmanna í varnarleiknum var mjög góð. Við erum þó hikandi þegar við fáum boltann en bæði mörk Rússa komu þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað," segir Lagerbäck. „Ég hef kallað þetta Barcelona-heilkennið. Leikmenn geta stundum verið of metnaðargjarnir, þó svo að það sé gott að hafa metnað. En við þurfum að passa betur upp á boltann og fá leikmenn til að vera aðeins kaldari þegar þeir fá hann. Við þurfum að vera duglegir að búa til pláss þegar við fáum boltann og skapa pressu á varnarmenn andstæðingsins." Fátt kom á óvart í vali Lagerbäck. Sölvi Geir Ottesen kemur þó aftur inn í liðið þrátt fyrir að vera í kuldanum hjá liði sínu, FCK, á kostnað Indriða Sigurðssonar. Þá er Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu með sæti í landsliðinu. Stefán Logi Magnússon og Haraldur Björnsson eru báðir tæpir vegna meiðsla. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Það er komið að seinni hálfleik í undankeppni HM 2014, en íslenska landsliðið mætir því slóvenska ytra á föstudaginn næstkomandi. Lars Lagerbäck tilkynnti í gær landsliðshóp sinn sem er ætlað það erfiða verkefni að sækja minnst eitt stig á erfiðum útivelli á Balkansskaga. Ísland er með sex stig eftir fyrstu fjóra leikina en aðeins eitt stig skilur að liðin í 2.-4. sæti. Slóvenar eru í fimmta sæti með þrjú stig og hafa ekki náð að standa undir væntingum. Það er ljóst að Ísland þarf helst að fá stig í Slóveníu til að vera með í baráttunni um annað sætið. „Ég tel að við ættum enn góða möguleika á öðru sætinu og sæti í umspili með stigi gegn Slóveníu," sagði Lagerbäck á blaðamannafundi í gær. „En ég stefni alltaf á sigur í mínum leikjum og það breytist ekki nú."Nýr þjálfari hjá Slóvenum Ísland gerði góða för til Balkanskagans í haust og sigraði þá Albaníu 1-0 í miklum rigningarleik. Lagerbäck telur að lið Slóvena sé svipað að styrkleika. „Það er hins vegar ákveðin óvissa í kringum lið Slóvena því það er nýbúið að skipta um þjálfara," sagði Lagerbäck, en Slavisa Stojanovic var rekinn í desember. Srecko Katanec, sem kom Slóvenum á EM 2000 og HM 2002, var ráðinn aftur í starfið snemma á nýju ári. „Nýr þjálfari breytti um varnaraðferð og var með þriggja manna varnarlínu í síðasta æfingaleik. En það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi breyta aftur í fjögurra manna vörn fyrir leikinn gegn okkur," sagði Lagerbäck, en þess má geta að tveir leikmenn eru í banni hjá Slóveníu. Alls eru þeir þrír hjá Íslandi – Rúrik Gíslason, Kári Árnason og Grétar Rafn Steinsson.Barcelona-heilkennið Slóvenía tapaði umræddum vináttuleik, 3-0, fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Á sama degi tapaði Ísland sínum vináttulandsleik gegn Rússum á Spáni, 2-0. Lagerbäck stillti upp sókndjörfu liði gegn Rússum en hann var þó fyrst og fremst ánægður með varnarvinnu liðsins í þeim leik. „Varnarleikurinn gegn Rússum var sá besti sem við höfum sýnt. Samvinna allra leikmanna í varnarleiknum var mjög góð. Við erum þó hikandi þegar við fáum boltann en bæði mörk Rússa komu þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað," segir Lagerbäck. „Ég hef kallað þetta Barcelona-heilkennið. Leikmenn geta stundum verið of metnaðargjarnir, þó svo að það sé gott að hafa metnað. En við þurfum að passa betur upp á boltann og fá leikmenn til að vera aðeins kaldari þegar þeir fá hann. Við þurfum að vera duglegir að búa til pláss þegar við fáum boltann og skapa pressu á varnarmenn andstæðingsins." Fátt kom á óvart í vali Lagerbäck. Sölvi Geir Ottesen kemur þó aftur inn í liðið þrátt fyrir að vera í kuldanum hjá liði sínu, FCK, á kostnað Indriða Sigurðssonar. Þá er Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, verðlaunaður fyrir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu með sæti í landsliðinu. Stefán Logi Magnússon og Haraldur Björnsson eru báðir tæpir vegna meiðsla.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira