Skorin upp herör gegn einelti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2013 10:00 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir undirritunina í gær. Mynd/Stefán Virkja á alla knattspyrnuhreyfinguna til að fá sem flestar hendur til að taka þátt í baráttunni gegn einelti hér á landi. Þetta segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, en í gær var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu sambandsins og fjögurra ráðuneyta um aðgerðir í baráttunni gegn einelti í íslensku samfélagi. Á næstu tveimur árum er áætlað að nýta landsliðsfólk á öllum aldri til að fara inn í alla skóla landsins til að vekja athygli á málstaðnum. KSÍ mun einnig vekja athygli á baráttunni á landsleikjum, auk þess að fara fram á það við knattspyrnufélögin að gera slíkt hið sama á sínum leikjum í sumar. Samstarfið má rekja til Facebook-færslu stúlku á Egilsstöðum sem baðst vægðar undan einelti sem hún hafði mátt þola. Leikmenn A-landsliðs kvenna tóku kyndilinn á lofti og sendu frá sér tónlistarmyndband með yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum. Landsliðskonurnar fengu svo viðurkenningu frá menntamálaráðherra vegna þessa á árlegum baráttudegi gegn einelti hinn 8. nóvember síðastliðinn.Eigum flottar fyrirmyndir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd ráðuneytanna fjögurra sem standa að verkefninu „Í þínum sporum" sem nú fer í samstarf með KSÍ. „Við höfum nú unnið í þessari baráttu gegn einelti markvisst innan stjórnsýslunnar og það er frábært að fá stóra íþróttahreyfingu eins og KSÍ til að taka slaginn með okkur," sagði Katrín við Fréttablaðið í gær. „Við eigum margar flottar fyrirmyndir í knattspyrnunni, bæði fyrir stráka og stelpur, en það skiptir miklu máli hvaðan boðskapurinn kemur."Viljum virkja alla hreyfinguna Þórir segir að aðkoma KSÍ að verkefninu muni standa yfir í tvö ár. Á þeim tíma muni landsliðsfólk á öllum aldri heimsækja alla grunnskóla landsins. „Markmiðið með heimsóknunum er að koma inn í skólana með fræðsluefni um einelti og hvaða áhrif það hefur. Þar að auki munum við nota viðburði á vegum KSÍ, til að mynda landsleiki, til að vekja athygli á málstaðnum," segir Þórir. „Við lítum á þetta sem tækifæri til að virkja knattspyrnuhreyfinguna í heild til að vekja athygli á baráttunni gegn einelti." Þórir segir að knattspyrnusambandið geri sér grein fyrir að einelti eigi sér ekki aðeins stað innan veggja skólanna. „Það er einelti víða í þjóðfélaginu og líka í fótboltanum, enda er það stór hreyfing með tugþúsundir iðkenda. Markmið okkar er að koma fræðslunni einnig inn í knattspyrnufélögin og til þjálfaranna – því það er ekki sama hvernig tekið er á svona málum. Þá njótum við þeirra þekkingar sem er til staðar hjá ráðuneytunum og getum notað það til að uppræta einelti innan knattspyrnunnar. Það er okkar vilji að fá alla okkar iðkendur til að taka höndum saman og standa saman í baráttunni." Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Virkja á alla knattspyrnuhreyfinguna til að fá sem flestar hendur til að taka þátt í baráttunni gegn einelti hér á landi. Þetta segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, en í gær var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu sambandsins og fjögurra ráðuneyta um aðgerðir í baráttunni gegn einelti í íslensku samfélagi. Á næstu tveimur árum er áætlað að nýta landsliðsfólk á öllum aldri til að fara inn í alla skóla landsins til að vekja athygli á málstaðnum. KSÍ mun einnig vekja athygli á baráttunni á landsleikjum, auk þess að fara fram á það við knattspyrnufélögin að gera slíkt hið sama á sínum leikjum í sumar. Samstarfið má rekja til Facebook-færslu stúlku á Egilsstöðum sem baðst vægðar undan einelti sem hún hafði mátt þola. Leikmenn A-landsliðs kvenna tóku kyndilinn á lofti og sendu frá sér tónlistarmyndband með yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum. Landsliðskonurnar fengu svo viðurkenningu frá menntamálaráðherra vegna þessa á árlegum baráttudegi gegn einelti hinn 8. nóvember síðastliðinn.Eigum flottar fyrirmyndir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd ráðuneytanna fjögurra sem standa að verkefninu „Í þínum sporum" sem nú fer í samstarf með KSÍ. „Við höfum nú unnið í þessari baráttu gegn einelti markvisst innan stjórnsýslunnar og það er frábært að fá stóra íþróttahreyfingu eins og KSÍ til að taka slaginn með okkur," sagði Katrín við Fréttablaðið í gær. „Við eigum margar flottar fyrirmyndir í knattspyrnunni, bæði fyrir stráka og stelpur, en það skiptir miklu máli hvaðan boðskapurinn kemur."Viljum virkja alla hreyfinguna Þórir segir að aðkoma KSÍ að verkefninu muni standa yfir í tvö ár. Á þeim tíma muni landsliðsfólk á öllum aldri heimsækja alla grunnskóla landsins. „Markmiðið með heimsóknunum er að koma inn í skólana með fræðsluefni um einelti og hvaða áhrif það hefur. Þar að auki munum við nota viðburði á vegum KSÍ, til að mynda landsleiki, til að vekja athygli á málstaðnum," segir Þórir. „Við lítum á þetta sem tækifæri til að virkja knattspyrnuhreyfinguna í heild til að vekja athygli á baráttunni gegn einelti." Þórir segir að knattspyrnusambandið geri sér grein fyrir að einelti eigi sér ekki aðeins stað innan veggja skólanna. „Það er einelti víða í þjóðfélaginu og líka í fótboltanum, enda er það stór hreyfing með tugþúsundir iðkenda. Markmið okkar er að koma fræðslunni einnig inn í knattspyrnufélögin og til þjálfaranna – því það er ekki sama hvernig tekið er á svona málum. Þá njótum við þeirra þekkingar sem er til staðar hjá ráðuneytunum og getum notað það til að uppræta einelti innan knattspyrnunnar. Það er okkar vilji að fá alla okkar iðkendur til að taka höndum saman og standa saman í baráttunni."
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjörið: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki