Hugo Chavez berst við lungnasýkingu Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. janúar 2013 08:00 Maður á biðstöð í Caracas í Venesúela undir veggspjöldum af Hugo Chavez, forseta landsins. Fregnir af heilsu forsetans hafa ýtt undir vangaveltur um að hann verði ekki svarinn aftur í embætti forseta 10. janúar. Fréttablaðið/AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, fær nú meðferð við „andnauð“ sem er fylgifiskur alvarlegrar lungnasýkingar, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnvalda í Venesúela. Sýkingin kom upp eftir skurðaðgerð sem Chaves undirgekkst á sjúkrahúsi á Kúbu vegna krabbameins sem hann berst við í mjöðm. Forsetinn er 58 ára gamall. Chavez hefur ekki komið fram opinberlega, eða frá honum heyrst, síðan hann gekkst undir aðgerðina á Kúbu 11. desember síðastliðinn. Aðgerðin er sú fjórða sem hann fer í á Kúbu í krabbameinsmeðferð sinni frá því í júní 2011. Þá hefur hann einnig gengist undir lyfja- og geislameðferð. Yfirlýsing stjórnvalda rennir stoðum undir vangaveltur um að ekki verði hægt að sverja hann á ný inn í embætti forseta Venesúela eftir tæpa viku, tíunda janúar, líkt og til stóð. „Chavez þarf að fást við eftirköst alvarlegrar sýkingar í öndunarfærum. Sýkingin hefur leitt til andnauðar sem leiðir af sér að Chavez forseti verður að fylgja nákvæmlega eftir því sem sagt er fyrir um í læknismeðferð hans,“ sagði Ernesto Villegas, upplýsingaráðherra Venesúela, í yfirlýsingu í sjónvarpi á fimmtudagskvöld. Leiddar hafa verið að því líkur út frá yfirlýsingu stjórnvalda að Chavez sé haldið í öndunarvél. Nánari upplýsingar var hins vegar ekki að finna í yfirlýsingu stjórnvalda, hvorki um heilsu Chavez, né meðferðina sem hann undirgengst. Þó svo að ekki sé hægt að útiloka að Chavez sé svo illa haldinn, þá eru læknar sem fréttastofa AP hefur leitað til sammála um að óvarlegt sé að draga of víðtækar ályktanir út frá svo litlum upplýsingum. „Hann gæti verið í öndunarvél. Og hann gæti ekki verið í henni. Fólk getur fengið alvarlega öndunarfæraörðugleika án þess að þurfa að vera í öndunarvél,“ segir Michael Pishvaian, krabbameinslæknir við Lombardi-krabbameinsmiðstöðina við Georgetown-háskóla í Washington í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í Venesúela segjast hins vegar hafa fulla trú á heilbrigðisstarfsfólkinu sem annast Chavez og fordæma það sem þau nefna „leiðangur sálfræðihernaðar“ í alþjóðafjölmiðlum um ástand forsetans. Íbúar Venesúela eru hvattir til að gefa flökkusögum um heilsufar forseta landsins ekki gaum. Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Hugo Chavez, forseti Venesúela, fær nú meðferð við „andnauð“ sem er fylgifiskur alvarlegrar lungnasýkingar, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnvalda í Venesúela. Sýkingin kom upp eftir skurðaðgerð sem Chaves undirgekkst á sjúkrahúsi á Kúbu vegna krabbameins sem hann berst við í mjöðm. Forsetinn er 58 ára gamall. Chavez hefur ekki komið fram opinberlega, eða frá honum heyrst, síðan hann gekkst undir aðgerðina á Kúbu 11. desember síðastliðinn. Aðgerðin er sú fjórða sem hann fer í á Kúbu í krabbameinsmeðferð sinni frá því í júní 2011. Þá hefur hann einnig gengist undir lyfja- og geislameðferð. Yfirlýsing stjórnvalda rennir stoðum undir vangaveltur um að ekki verði hægt að sverja hann á ný inn í embætti forseta Venesúela eftir tæpa viku, tíunda janúar, líkt og til stóð. „Chavez þarf að fást við eftirköst alvarlegrar sýkingar í öndunarfærum. Sýkingin hefur leitt til andnauðar sem leiðir af sér að Chavez forseti verður að fylgja nákvæmlega eftir því sem sagt er fyrir um í læknismeðferð hans,“ sagði Ernesto Villegas, upplýsingaráðherra Venesúela, í yfirlýsingu í sjónvarpi á fimmtudagskvöld. Leiddar hafa verið að því líkur út frá yfirlýsingu stjórnvalda að Chavez sé haldið í öndunarvél. Nánari upplýsingar var hins vegar ekki að finna í yfirlýsingu stjórnvalda, hvorki um heilsu Chavez, né meðferðina sem hann undirgengst. Þó svo að ekki sé hægt að útiloka að Chavez sé svo illa haldinn, þá eru læknar sem fréttastofa AP hefur leitað til sammála um að óvarlegt sé að draga of víðtækar ályktanir út frá svo litlum upplýsingum. „Hann gæti verið í öndunarvél. Og hann gæti ekki verið í henni. Fólk getur fengið alvarlega öndunarfæraörðugleika án þess að þurfa að vera í öndunarvél,“ segir Michael Pishvaian, krabbameinslæknir við Lombardi-krabbameinsmiðstöðina við Georgetown-háskóla í Washington í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í Venesúela segjast hins vegar hafa fulla trú á heilbrigðisstarfsfólkinu sem annast Chavez og fordæma það sem þau nefna „leiðangur sálfræðihernaðar“ í alþjóðafjölmiðlum um ástand forsetans. Íbúar Venesúela eru hvattir til að gefa flökkusögum um heilsufar forseta landsins ekki gaum.
Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira