Hugo Chavez berst við lungnasýkingu Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. janúar 2013 08:00 Maður á biðstöð í Caracas í Venesúela undir veggspjöldum af Hugo Chavez, forseta landsins. Fregnir af heilsu forsetans hafa ýtt undir vangaveltur um að hann verði ekki svarinn aftur í embætti forseta 10. janúar. Fréttablaðið/AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, fær nú meðferð við „andnauð“ sem er fylgifiskur alvarlegrar lungnasýkingar, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnvalda í Venesúela. Sýkingin kom upp eftir skurðaðgerð sem Chaves undirgekkst á sjúkrahúsi á Kúbu vegna krabbameins sem hann berst við í mjöðm. Forsetinn er 58 ára gamall. Chavez hefur ekki komið fram opinberlega, eða frá honum heyrst, síðan hann gekkst undir aðgerðina á Kúbu 11. desember síðastliðinn. Aðgerðin er sú fjórða sem hann fer í á Kúbu í krabbameinsmeðferð sinni frá því í júní 2011. Þá hefur hann einnig gengist undir lyfja- og geislameðferð. Yfirlýsing stjórnvalda rennir stoðum undir vangaveltur um að ekki verði hægt að sverja hann á ný inn í embætti forseta Venesúela eftir tæpa viku, tíunda janúar, líkt og til stóð. „Chavez þarf að fást við eftirköst alvarlegrar sýkingar í öndunarfærum. Sýkingin hefur leitt til andnauðar sem leiðir af sér að Chavez forseti verður að fylgja nákvæmlega eftir því sem sagt er fyrir um í læknismeðferð hans,“ sagði Ernesto Villegas, upplýsingaráðherra Venesúela, í yfirlýsingu í sjónvarpi á fimmtudagskvöld. Leiddar hafa verið að því líkur út frá yfirlýsingu stjórnvalda að Chavez sé haldið í öndunarvél. Nánari upplýsingar var hins vegar ekki að finna í yfirlýsingu stjórnvalda, hvorki um heilsu Chavez, né meðferðina sem hann undirgengst. Þó svo að ekki sé hægt að útiloka að Chavez sé svo illa haldinn, þá eru læknar sem fréttastofa AP hefur leitað til sammála um að óvarlegt sé að draga of víðtækar ályktanir út frá svo litlum upplýsingum. „Hann gæti verið í öndunarvél. Og hann gæti ekki verið í henni. Fólk getur fengið alvarlega öndunarfæraörðugleika án þess að þurfa að vera í öndunarvél,“ segir Michael Pishvaian, krabbameinslæknir við Lombardi-krabbameinsmiðstöðina við Georgetown-háskóla í Washington í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í Venesúela segjast hins vegar hafa fulla trú á heilbrigðisstarfsfólkinu sem annast Chavez og fordæma það sem þau nefna „leiðangur sálfræðihernaðar“ í alþjóðafjölmiðlum um ástand forsetans. Íbúar Venesúela eru hvattir til að gefa flökkusögum um heilsufar forseta landsins ekki gaum. Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira
Hugo Chavez, forseti Venesúela, fær nú meðferð við „andnauð“ sem er fylgifiskur alvarlegrar lungnasýkingar, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnvalda í Venesúela. Sýkingin kom upp eftir skurðaðgerð sem Chaves undirgekkst á sjúkrahúsi á Kúbu vegna krabbameins sem hann berst við í mjöðm. Forsetinn er 58 ára gamall. Chavez hefur ekki komið fram opinberlega, eða frá honum heyrst, síðan hann gekkst undir aðgerðina á Kúbu 11. desember síðastliðinn. Aðgerðin er sú fjórða sem hann fer í á Kúbu í krabbameinsmeðferð sinni frá því í júní 2011. Þá hefur hann einnig gengist undir lyfja- og geislameðferð. Yfirlýsing stjórnvalda rennir stoðum undir vangaveltur um að ekki verði hægt að sverja hann á ný inn í embætti forseta Venesúela eftir tæpa viku, tíunda janúar, líkt og til stóð. „Chavez þarf að fást við eftirköst alvarlegrar sýkingar í öndunarfærum. Sýkingin hefur leitt til andnauðar sem leiðir af sér að Chavez forseti verður að fylgja nákvæmlega eftir því sem sagt er fyrir um í læknismeðferð hans,“ sagði Ernesto Villegas, upplýsingaráðherra Venesúela, í yfirlýsingu í sjónvarpi á fimmtudagskvöld. Leiddar hafa verið að því líkur út frá yfirlýsingu stjórnvalda að Chavez sé haldið í öndunarvél. Nánari upplýsingar var hins vegar ekki að finna í yfirlýsingu stjórnvalda, hvorki um heilsu Chavez, né meðferðina sem hann undirgengst. Þó svo að ekki sé hægt að útiloka að Chavez sé svo illa haldinn, þá eru læknar sem fréttastofa AP hefur leitað til sammála um að óvarlegt sé að draga of víðtækar ályktanir út frá svo litlum upplýsingum. „Hann gæti verið í öndunarvél. Og hann gæti ekki verið í henni. Fólk getur fengið alvarlega öndunarfæraörðugleika án þess að þurfa að vera í öndunarvél,“ segir Michael Pishvaian, krabbameinslæknir við Lombardi-krabbameinsmiðstöðina við Georgetown-háskóla í Washington í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í Venesúela segjast hins vegar hafa fulla trú á heilbrigðisstarfsfólkinu sem annast Chavez og fordæma það sem þau nefna „leiðangur sálfræðihernaðar“ í alþjóðafjölmiðlum um ástand forsetans. Íbúar Venesúela eru hvattir til að gefa flökkusögum um heilsufar forseta landsins ekki gaum.
Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Sjá meira