Hugo Chavez berst við lungnasýkingu Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. janúar 2013 08:00 Maður á biðstöð í Caracas í Venesúela undir veggspjöldum af Hugo Chavez, forseta landsins. Fregnir af heilsu forsetans hafa ýtt undir vangaveltur um að hann verði ekki svarinn aftur í embætti forseta 10. janúar. Fréttablaðið/AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, fær nú meðferð við „andnauð“ sem er fylgifiskur alvarlegrar lungnasýkingar, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnvalda í Venesúela. Sýkingin kom upp eftir skurðaðgerð sem Chaves undirgekkst á sjúkrahúsi á Kúbu vegna krabbameins sem hann berst við í mjöðm. Forsetinn er 58 ára gamall. Chavez hefur ekki komið fram opinberlega, eða frá honum heyrst, síðan hann gekkst undir aðgerðina á Kúbu 11. desember síðastliðinn. Aðgerðin er sú fjórða sem hann fer í á Kúbu í krabbameinsmeðferð sinni frá því í júní 2011. Þá hefur hann einnig gengist undir lyfja- og geislameðferð. Yfirlýsing stjórnvalda rennir stoðum undir vangaveltur um að ekki verði hægt að sverja hann á ný inn í embætti forseta Venesúela eftir tæpa viku, tíunda janúar, líkt og til stóð. „Chavez þarf að fást við eftirköst alvarlegrar sýkingar í öndunarfærum. Sýkingin hefur leitt til andnauðar sem leiðir af sér að Chavez forseti verður að fylgja nákvæmlega eftir því sem sagt er fyrir um í læknismeðferð hans,“ sagði Ernesto Villegas, upplýsingaráðherra Venesúela, í yfirlýsingu í sjónvarpi á fimmtudagskvöld. Leiddar hafa verið að því líkur út frá yfirlýsingu stjórnvalda að Chavez sé haldið í öndunarvél. Nánari upplýsingar var hins vegar ekki að finna í yfirlýsingu stjórnvalda, hvorki um heilsu Chavez, né meðferðina sem hann undirgengst. Þó svo að ekki sé hægt að útiloka að Chavez sé svo illa haldinn, þá eru læknar sem fréttastofa AP hefur leitað til sammála um að óvarlegt sé að draga of víðtækar ályktanir út frá svo litlum upplýsingum. „Hann gæti verið í öndunarvél. Og hann gæti ekki verið í henni. Fólk getur fengið alvarlega öndunarfæraörðugleika án þess að þurfa að vera í öndunarvél,“ segir Michael Pishvaian, krabbameinslæknir við Lombardi-krabbameinsmiðstöðina við Georgetown-háskóla í Washington í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í Venesúela segjast hins vegar hafa fulla trú á heilbrigðisstarfsfólkinu sem annast Chavez og fordæma það sem þau nefna „leiðangur sálfræðihernaðar“ í alþjóðafjölmiðlum um ástand forsetans. Íbúar Venesúela eru hvattir til að gefa flökkusögum um heilsufar forseta landsins ekki gaum. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira
Hugo Chavez, forseti Venesúela, fær nú meðferð við „andnauð“ sem er fylgifiskur alvarlegrar lungnasýkingar, að því er fram kemur í yfirlýsingu stjórnvalda í Venesúela. Sýkingin kom upp eftir skurðaðgerð sem Chaves undirgekkst á sjúkrahúsi á Kúbu vegna krabbameins sem hann berst við í mjöðm. Forsetinn er 58 ára gamall. Chavez hefur ekki komið fram opinberlega, eða frá honum heyrst, síðan hann gekkst undir aðgerðina á Kúbu 11. desember síðastliðinn. Aðgerðin er sú fjórða sem hann fer í á Kúbu í krabbameinsmeðferð sinni frá því í júní 2011. Þá hefur hann einnig gengist undir lyfja- og geislameðferð. Yfirlýsing stjórnvalda rennir stoðum undir vangaveltur um að ekki verði hægt að sverja hann á ný inn í embætti forseta Venesúela eftir tæpa viku, tíunda janúar, líkt og til stóð. „Chavez þarf að fást við eftirköst alvarlegrar sýkingar í öndunarfærum. Sýkingin hefur leitt til andnauðar sem leiðir af sér að Chavez forseti verður að fylgja nákvæmlega eftir því sem sagt er fyrir um í læknismeðferð hans,“ sagði Ernesto Villegas, upplýsingaráðherra Venesúela, í yfirlýsingu í sjónvarpi á fimmtudagskvöld. Leiddar hafa verið að því líkur út frá yfirlýsingu stjórnvalda að Chavez sé haldið í öndunarvél. Nánari upplýsingar var hins vegar ekki að finna í yfirlýsingu stjórnvalda, hvorki um heilsu Chavez, né meðferðina sem hann undirgengst. Þó svo að ekki sé hægt að útiloka að Chavez sé svo illa haldinn, þá eru læknar sem fréttastofa AP hefur leitað til sammála um að óvarlegt sé að draga of víðtækar ályktanir út frá svo litlum upplýsingum. „Hann gæti verið í öndunarvél. Og hann gæti ekki verið í henni. Fólk getur fengið alvarlega öndunarfæraörðugleika án þess að þurfa að vera í öndunarvél,“ segir Michael Pishvaian, krabbameinslæknir við Lombardi-krabbameinsmiðstöðina við Georgetown-háskóla í Washington í Bandaríkjunum. Stjórnvöld í Venesúela segjast hins vegar hafa fulla trú á heilbrigðisstarfsfólkinu sem annast Chavez og fordæma það sem þau nefna „leiðangur sálfræðihernaðar“ í alþjóðafjölmiðlum um ástand forsetans. Íbúar Venesúela eru hvattir til að gefa flökkusögum um heilsufar forseta landsins ekki gaum.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Sjá meira