Erlent

Myrti þrjár og var handtekinn

GB skrifar
Lögregla á vettvangi.	Fréttablaðið/AP
Lögregla á vettvangi. Fréttablaðið/AP
Maður vopnaður riffli og skammbyssu myrti þrjár konur og særði tvo menn á miðvikudagskvöld í svissneska þorpinu Daillon.

Þegar lögregla kom á vettvang hótaði hann því að skjóta á lögreglumenn. Lögreglan sá sér ekki fært annað en að skjóta á hann, svo hann særðist. Að því búnu var hann handtekinn.

Maðurinn er íbúi í þorpinu en hefur sætt geðmeðferð síðan 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×