Mætir á B5 þegar hann fær leyfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2013 07:30 Kennie (lengst til vinstri) ásamt Michael Præst, Robert Sandnes og Martin Rauschenberg. Með þeim á myndinni er Ragna Björg Kristjánsdóttir, stórvinkona strákanna og samstarfsmaður hjá Ormsson. Fréttablaðið/Arnþór „Ég vissi af því að Stjarnan hefði aldrei unnið KR. Það var gott að vinna þá og líka á þessu augnabliki. Það væri gaman að endurtaka leikinn gegn þeim í bikarnum í næstu viku,“ segir Kennie Chopart. Kennie fór á kostum í 3-1 sigri Stjörnunnar í 12. umferð, sem kom Garðabæjarliðinu upp að hlið FH á toppi deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. „Varnarleikur okkar hefur verið frábær. Við vorum aðeins brothættir í fyrstu leikjunum enda með þrjá til fjóra nýja leikmenn. Nú þekkjumst við betur og erum þéttir varnarlega,“ segir Kennie, sem er á sínu öðru tímabili á Íslandi. Hann elskar lífið á Íslandi þrátt fyrir sólarleysið í borginni það sem af er sumri. „Ég held að þetta sé fyrsti sumardagurinn síðan ég kom til Íslands í fyrra,“ sagði Kennie í léttum tón þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið á þriðjudaginn. Hann kann vel við félaga sína í Garðabæjarliðinu. „Mér líður eins og heima hjá mér. Ég þekki strákana í liðinu betur, hangi mikið með þeim og hef svo fjóra Dani í kringum mig.“ Auk Kennie leika landar hans Michael Præst og Martin Rauschenberg með liðinum auk þess sem Henrik Boedker er markmannsþjálfari liðsins. Erfitt að sitja á bekknumLið 12. umferðar Pepsi-deildar karla.Sumarið byrjaði ekki gæfulega fyrir danska kantmanninn. Hann þurfti nokkuð óvænt að sætta sig við töluverða bekkjarsetu framan af sumri og fékk svo vænt höfuðhögg í útileik gegn Skaganum. „Það var erfitt. Í einum leiknum fékk ég bara tíu mínútur,“ segir Kennie um fyrri hluta mótsins. Eftir það hafi hann horft á hlutina frá nýju sjónarhorni; aukið heimsóknir sínar í líkamsræktarstöðvarnar, stundað heilbrigðara líferni og í kjölfarið hafi sjálfstraustið komið. „Það er í botni þessa dagana,“ segir Kennie um sjálfstraustið.Kennie starfar hjá raftækjaversluninni Ormsson hér á landi líkt og hinir Norðurlandabúarnir hjá Stjörnunni. Hann lætur vel af starfinu en þess utan séu þeir mestmegnis í líkamsrækt eða að spila tölvuleiki. Þá hefur spurst út að hann sæki skemmtistaðinn B5 um helgar og sé með síðustu mönnum út. „Ég get ekki neitað því. En aðeins þær helgar sem við fáum leyfi frá þjálfurunum til að skemmta okkur,“ segir Kennie og hlær. Aðspurður hvernig hann kunni við íslenska kvenfólkið stendur ekki á svörum. „Ísland er með fallegustu konur í heimi. Þegar þú gengur um niðri í miðbæ gæti önnur hver stelpa verið fyrirsæta,“ segir Kennie. Þær séu þó vissulega líka fallegar í hinum Norðurlöndunum. „En hérna er þetta hrein klikkun,“ segir Daninn eldhressi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
„Ég vissi af því að Stjarnan hefði aldrei unnið KR. Það var gott að vinna þá og líka á þessu augnabliki. Það væri gaman að endurtaka leikinn gegn þeim í bikarnum í næstu viku,“ segir Kennie Chopart. Kennie fór á kostum í 3-1 sigri Stjörnunnar í 12. umferð, sem kom Garðabæjarliðinu upp að hlið FH á toppi deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. „Varnarleikur okkar hefur verið frábær. Við vorum aðeins brothættir í fyrstu leikjunum enda með þrjá til fjóra nýja leikmenn. Nú þekkjumst við betur og erum þéttir varnarlega,“ segir Kennie, sem er á sínu öðru tímabili á Íslandi. Hann elskar lífið á Íslandi þrátt fyrir sólarleysið í borginni það sem af er sumri. „Ég held að þetta sé fyrsti sumardagurinn síðan ég kom til Íslands í fyrra,“ sagði Kennie í léttum tón þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið á þriðjudaginn. Hann kann vel við félaga sína í Garðabæjarliðinu. „Mér líður eins og heima hjá mér. Ég þekki strákana í liðinu betur, hangi mikið með þeim og hef svo fjóra Dani í kringum mig.“ Auk Kennie leika landar hans Michael Præst og Martin Rauschenberg með liðinum auk þess sem Henrik Boedker er markmannsþjálfari liðsins. Erfitt að sitja á bekknumLið 12. umferðar Pepsi-deildar karla.Sumarið byrjaði ekki gæfulega fyrir danska kantmanninn. Hann þurfti nokkuð óvænt að sætta sig við töluverða bekkjarsetu framan af sumri og fékk svo vænt höfuðhögg í útileik gegn Skaganum. „Það var erfitt. Í einum leiknum fékk ég bara tíu mínútur,“ segir Kennie um fyrri hluta mótsins. Eftir það hafi hann horft á hlutina frá nýju sjónarhorni; aukið heimsóknir sínar í líkamsræktarstöðvarnar, stundað heilbrigðara líferni og í kjölfarið hafi sjálfstraustið komið. „Það er í botni þessa dagana,“ segir Kennie um sjálfstraustið.Kennie starfar hjá raftækjaversluninni Ormsson hér á landi líkt og hinir Norðurlandabúarnir hjá Stjörnunni. Hann lætur vel af starfinu en þess utan séu þeir mestmegnis í líkamsrækt eða að spila tölvuleiki. Þá hefur spurst út að hann sæki skemmtistaðinn B5 um helgar og sé með síðustu mönnum út. „Ég get ekki neitað því. En aðeins þær helgar sem við fáum leyfi frá þjálfurunum til að skemmta okkur,“ segir Kennie og hlær. Aðspurður hvernig hann kunni við íslenska kvenfólkið stendur ekki á svörum. „Ísland er með fallegustu konur í heimi. Þegar þú gengur um niðri í miðbæ gæti önnur hver stelpa verið fyrirsæta,“ segir Kennie. Þær séu þó vissulega líka fallegar í hinum Norðurlöndunum. „En hérna er þetta hrein klikkun,“ segir Daninn eldhressi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Sport Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn