Mætir á B5 þegar hann fær leyfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2013 07:30 Kennie (lengst til vinstri) ásamt Michael Præst, Robert Sandnes og Martin Rauschenberg. Með þeim á myndinni er Ragna Björg Kristjánsdóttir, stórvinkona strákanna og samstarfsmaður hjá Ormsson. Fréttablaðið/Arnþór „Ég vissi af því að Stjarnan hefði aldrei unnið KR. Það var gott að vinna þá og líka á þessu augnabliki. Það væri gaman að endurtaka leikinn gegn þeim í bikarnum í næstu viku,“ segir Kennie Chopart. Kennie fór á kostum í 3-1 sigri Stjörnunnar í 12. umferð, sem kom Garðabæjarliðinu upp að hlið FH á toppi deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. „Varnarleikur okkar hefur verið frábær. Við vorum aðeins brothættir í fyrstu leikjunum enda með þrjá til fjóra nýja leikmenn. Nú þekkjumst við betur og erum þéttir varnarlega,“ segir Kennie, sem er á sínu öðru tímabili á Íslandi. Hann elskar lífið á Íslandi þrátt fyrir sólarleysið í borginni það sem af er sumri. „Ég held að þetta sé fyrsti sumardagurinn síðan ég kom til Íslands í fyrra,“ sagði Kennie í léttum tón þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið á þriðjudaginn. Hann kann vel við félaga sína í Garðabæjarliðinu. „Mér líður eins og heima hjá mér. Ég þekki strákana í liðinu betur, hangi mikið með þeim og hef svo fjóra Dani í kringum mig.“ Auk Kennie leika landar hans Michael Præst og Martin Rauschenberg með liðinum auk þess sem Henrik Boedker er markmannsþjálfari liðsins. Erfitt að sitja á bekknumLið 12. umferðar Pepsi-deildar karla.Sumarið byrjaði ekki gæfulega fyrir danska kantmanninn. Hann þurfti nokkuð óvænt að sætta sig við töluverða bekkjarsetu framan af sumri og fékk svo vænt höfuðhögg í útileik gegn Skaganum. „Það var erfitt. Í einum leiknum fékk ég bara tíu mínútur,“ segir Kennie um fyrri hluta mótsins. Eftir það hafi hann horft á hlutina frá nýju sjónarhorni; aukið heimsóknir sínar í líkamsræktarstöðvarnar, stundað heilbrigðara líferni og í kjölfarið hafi sjálfstraustið komið. „Það er í botni þessa dagana,“ segir Kennie um sjálfstraustið.Kennie starfar hjá raftækjaversluninni Ormsson hér á landi líkt og hinir Norðurlandabúarnir hjá Stjörnunni. Hann lætur vel af starfinu en þess utan séu þeir mestmegnis í líkamsrækt eða að spila tölvuleiki. Þá hefur spurst út að hann sæki skemmtistaðinn B5 um helgar og sé með síðustu mönnum út. „Ég get ekki neitað því. En aðeins þær helgar sem við fáum leyfi frá þjálfurunum til að skemmta okkur,“ segir Kennie og hlær. Aðspurður hvernig hann kunni við íslenska kvenfólkið stendur ekki á svörum. „Ísland er með fallegustu konur í heimi. Þegar þú gengur um niðri í miðbæ gæti önnur hver stelpa verið fyrirsæta,“ segir Kennie. Þær séu þó vissulega líka fallegar í hinum Norðurlöndunum. „En hérna er þetta hrein klikkun,“ segir Daninn eldhressi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Ég vissi af því að Stjarnan hefði aldrei unnið KR. Það var gott að vinna þá og líka á þessu augnabliki. Það væri gaman að endurtaka leikinn gegn þeim í bikarnum í næstu viku,“ segir Kennie Chopart. Kennie fór á kostum í 3-1 sigri Stjörnunnar í 12. umferð, sem kom Garðabæjarliðinu upp að hlið FH á toppi deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. „Varnarleikur okkar hefur verið frábær. Við vorum aðeins brothættir í fyrstu leikjunum enda með þrjá til fjóra nýja leikmenn. Nú þekkjumst við betur og erum þéttir varnarlega,“ segir Kennie, sem er á sínu öðru tímabili á Íslandi. Hann elskar lífið á Íslandi þrátt fyrir sólarleysið í borginni það sem af er sumri. „Ég held að þetta sé fyrsti sumardagurinn síðan ég kom til Íslands í fyrra,“ sagði Kennie í léttum tón þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið á þriðjudaginn. Hann kann vel við félaga sína í Garðabæjarliðinu. „Mér líður eins og heima hjá mér. Ég þekki strákana í liðinu betur, hangi mikið með þeim og hef svo fjóra Dani í kringum mig.“ Auk Kennie leika landar hans Michael Præst og Martin Rauschenberg með liðinum auk þess sem Henrik Boedker er markmannsþjálfari liðsins. Erfitt að sitja á bekknumLið 12. umferðar Pepsi-deildar karla.Sumarið byrjaði ekki gæfulega fyrir danska kantmanninn. Hann þurfti nokkuð óvænt að sætta sig við töluverða bekkjarsetu framan af sumri og fékk svo vænt höfuðhögg í útileik gegn Skaganum. „Það var erfitt. Í einum leiknum fékk ég bara tíu mínútur,“ segir Kennie um fyrri hluta mótsins. Eftir það hafi hann horft á hlutina frá nýju sjónarhorni; aukið heimsóknir sínar í líkamsræktarstöðvarnar, stundað heilbrigðara líferni og í kjölfarið hafi sjálfstraustið komið. „Það er í botni þessa dagana,“ segir Kennie um sjálfstraustið.Kennie starfar hjá raftækjaversluninni Ormsson hér á landi líkt og hinir Norðurlandabúarnir hjá Stjörnunni. Hann lætur vel af starfinu en þess utan séu þeir mestmegnis í líkamsrækt eða að spila tölvuleiki. Þá hefur spurst út að hann sæki skemmtistaðinn B5 um helgar og sé með síðustu mönnum út. „Ég get ekki neitað því. En aðeins þær helgar sem við fáum leyfi frá þjálfurunum til að skemmta okkur,“ segir Kennie og hlær. Aðspurður hvernig hann kunni við íslenska kvenfólkið stendur ekki á svörum. „Ísland er með fallegustu konur í heimi. Þegar þú gengur um niðri í miðbæ gæti önnur hver stelpa verið fyrirsæta,“ segir Kennie. Þær séu þó vissulega líka fallegar í hinum Norðurlöndunum. „En hérna er þetta hrein klikkun,“ segir Daninn eldhressi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira