Tugir ef ekki hundruð manna hafa látið lífið í Kaíró í morgun eftir að öryggissveitir réðust til atlögu gegn mótmælendum.
Minni búðir stuðningsmanna Múhameds Morsís hafa verið rýmdar, en enn geisa hörð átök í hinum búðunum, þar sem fleira fólk hafði hreiðrað um sig.

Mótmælendurnir, sem flestir eru liðsmenn Bræðralags múslima, krefjast þess að Morsi fái forsetaembættið á ný. Herinn steypti honum af stóli 3 júlí og hefur síðan haft hann í haldi ásamt mörgum helstu leiðtogum Bræðralags múslima.
Stjórnvöld segja nú að nærri hundrað manns hafi látist í morgun, en Bræðralag múslima talar um fleiri hundruð manns.