Íslendingur bíður spenntur eftir risaspeglum - "Uppátækjasamasti bær sem ég hef komið í“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 30. október 2013 10:58 Steingrímur Jón Valgarðsson býr í Rjukan í Noregi. „Við búum beint við torgið þar sem speglarnir munu varpa sólargeislunum,“ segir Steingrímur Jón Valgarðsson, íbúi í Rjukan í Noregi. Yfirvöld þar í bæ hafa sett upp þrjá risastóra spegla í 450 metra hæð yfir bænum. Tilgangurinn er að endurvarpa sólarljósi yfir bæinn. „Það er stappað af fólki í bænum núna,“ segir Steingrímur. „Það eru allir stærstu fjölmiðlar heims mættir og húsið okkar er á fréttamyndum um allan heim.“ Steingrímur flutti ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Sigurðardóttur og tveimur börnum til Rjukan í júní á þessu ári. Það var norskur verkfræðingur, Sam Eyde, sem fékk hugmyndina að speglunum fyrir um hundrað árum síðan. Steingrímur segir að Eyde verið álitinn galinn en. En núna skína sólargeislarnir beint á hann, eða styttuna af honum á torginu.Steingrímur og fjölskyldan hans búa í húsinu sem er til vinstri á myndinni, þar hafa þau útsýni beint yfir torgið.mynd/afpBærinn er staðsettur í djúpum dal og Steingrímur segir að þarna sé engin sól í fjóra til fimm mánuði á ári. „Það er ótrúlega pirrandi þegar maður sér sólina langt upp í fjallinu en hún kemur ekki í bæinn. En í framtíðinni þá getur maður bara rölt út á torgið til að komast í sólina.“ Hann segir að þetta sé svipað og á Seyðisfirði á Íslandi, þar sem engin sól sé allan veturinn. „Þeir ættu kannski að íhuga að setja upp svona spegla þar, það gæti þó verið að þar sem fjöllin eru miklu hærri þar en hér að það gangi ekki upp.“ Steingrímur segir að aðgerðin við að koma speglunum upp hafi kostað um 100 milljónir íslenskra króna. Þegar þau fluttu í bæinn í júní voru þyrlur á ferðinni og fólk uppi í fjallinu, á fullu við að setja speglana upp. Hann segir speglana vera um 150 fermetra að stærð. Þetta séu risa speglar.Mikið húllumhæ „Það er mikið húllumhæ í kringum þetta, dóttir mín mun ásamt skólafélögum sínum syngja lagið Let the sunshine in, sem er lag úr Hárinu. Það er búið að setja strandblakvöll upp á torginu. Þetta er uppátækjasamasti bær sem ég hef komið í.“ Steingrímur segir að bæjarbúar fái frí í hádeginu í dag. Hann líkir þessu við að páfinn sé að koma í heimsókn í heimabæ sinn, slíkt sé tilstandið. „Við erum með besta útsýnið í bænum og það verður svona 20 metra labb fyrir okkur að fara í sólina,“ segir Steingrímur. Hér að neðan má sjá myndband frá hátíðarhöldunum í Rjukan í Noregi. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
„Við búum beint við torgið þar sem speglarnir munu varpa sólargeislunum,“ segir Steingrímur Jón Valgarðsson, íbúi í Rjukan í Noregi. Yfirvöld þar í bæ hafa sett upp þrjá risastóra spegla í 450 metra hæð yfir bænum. Tilgangurinn er að endurvarpa sólarljósi yfir bæinn. „Það er stappað af fólki í bænum núna,“ segir Steingrímur. „Það eru allir stærstu fjölmiðlar heims mættir og húsið okkar er á fréttamyndum um allan heim.“ Steingrímur flutti ásamt eiginkonu sinni, Berglindi Ósk Sigurðardóttur og tveimur börnum til Rjukan í júní á þessu ári. Það var norskur verkfræðingur, Sam Eyde, sem fékk hugmyndina að speglunum fyrir um hundrað árum síðan. Steingrímur segir að Eyde verið álitinn galinn en. En núna skína sólargeislarnir beint á hann, eða styttuna af honum á torginu.Steingrímur og fjölskyldan hans búa í húsinu sem er til vinstri á myndinni, þar hafa þau útsýni beint yfir torgið.mynd/afpBærinn er staðsettur í djúpum dal og Steingrímur segir að þarna sé engin sól í fjóra til fimm mánuði á ári. „Það er ótrúlega pirrandi þegar maður sér sólina langt upp í fjallinu en hún kemur ekki í bæinn. En í framtíðinni þá getur maður bara rölt út á torgið til að komast í sólina.“ Hann segir að þetta sé svipað og á Seyðisfirði á Íslandi, þar sem engin sól sé allan veturinn. „Þeir ættu kannski að íhuga að setja upp svona spegla þar, það gæti þó verið að þar sem fjöllin eru miklu hærri þar en hér að það gangi ekki upp.“ Steingrímur segir að aðgerðin við að koma speglunum upp hafi kostað um 100 milljónir íslenskra króna. Þegar þau fluttu í bæinn í júní voru þyrlur á ferðinni og fólk uppi í fjallinu, á fullu við að setja speglana upp. Hann segir speglana vera um 150 fermetra að stærð. Þetta séu risa speglar.Mikið húllumhæ „Það er mikið húllumhæ í kringum þetta, dóttir mín mun ásamt skólafélögum sínum syngja lagið Let the sunshine in, sem er lag úr Hárinu. Það er búið að setja strandblakvöll upp á torginu. Þetta er uppátækjasamasti bær sem ég hef komið í.“ Steingrímur segir að bæjarbúar fái frí í hádeginu í dag. Hann líkir þessu við að páfinn sé að koma í heimsókn í heimabæ sinn, slíkt sé tilstandið. „Við erum með besta útsýnið í bænum og það verður svona 20 metra labb fyrir okkur að fara í sólina,“ segir Steingrímur. Hér að neðan má sjá myndband frá hátíðarhöldunum í Rjukan í Noregi.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira