Heyrnarlausir fá ekki túlka: "Við upplifum okkur eins og í fangelsi" Hrund Þórsdóttir skrifar 14. september 2013 18:30 Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra, getur ekki fengið túlk í afmæli dóttur sinnar, Anítu Dísar. Félag heyrnarlausra hefur lýst þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í bréfi til menntamálaráðherra, sem hefur tilkynnt að ráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf fyrir aukið fjármagn til túlkaþjónustu. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Þetta hefur miklar hindranir í för með sér og flestir tala um að þeir upplifi þetta eins og þeir séu bara settir ofan í skúffu, eða í fangelsi, þangað til þetta mál leysist. Við erum virkir þjóðfélagsþegnar og viljum vera það. Við erum í vinnu og borgum skatta eins og hver annar. Við viljum taka þátt í lífi barnanna okkar og vera jafngild öðrum í samfélaginu,“ segir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Þjónustu með textasíma var nýlega lokað og nú hefur nýtilkomnum myndsíma einnig verið lokað, þar sem sjóðurinn sem nú er uppurinn var notaður til að fjármagna hann. Heyrnarlausir hafa því enga möguleika á að hringja sem skapar oft vanda í daglegu lífi. Heiðdís segir vanta sex til tíu milljónir til að tryggja túlkaþjónustu út árið. „Ég vil biðja um að þetta verði leyst strax og þetta verði leyst til frambúðar,“ segir hún. Eiginmaður Heiðdísar, Arnar Ægisson, sem einnig er heyrnarlaus, var að hefja störf á nýjum vinnustað en þegar hann bað um túlk til að hjálpa sér að komast inn í nýju vinnuna, fékk hann þau svör að sjóðurinn væri tómur. „Það var rosalega óþægilegt að vera kominn á nýjan vinnustað og í nýjar aðstæður þar sem ég þekkti engan. Ég vissi ekkert hvar ég ætti að byrja eða hvað ég ætti að gera,“ segir hann. Arnar segir túlkaþjónustu kosta um tíu þúsund krónur á tímann. „Þannig að ég átti ekki peninga fyrir þessu. Ég gæti þurft túlk oftar en í þetta eina sinn og ég ræð ekki við það,“ segir hann. Að taka túlkaþjónustu af heyrnarlausum, má líkja við það að taka hjólastól frá farlama einstaklingi. Og þá má spyrja sig, er það ásættanlegt? Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Félag heyrnarlausra hefur lýst þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin í bréfi til menntamálaráðherra, sem hefur tilkynnt að ráðuneytið hafi ekki tök á að mæta þörf fyrir aukið fjármagn til túlkaþjónustu. „Þetta er mjög alvarlegt mál. Þetta hefur miklar hindranir í för með sér og flestir tala um að þeir upplifi þetta eins og þeir séu bara settir ofan í skúffu, eða í fangelsi, þangað til þetta mál leysist. Við erum virkir þjóðfélagsþegnar og viljum vera það. Við erum í vinnu og borgum skatta eins og hver annar. Við viljum taka þátt í lífi barnanna okkar og vera jafngild öðrum í samfélaginu,“ segir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Þjónustu með textasíma var nýlega lokað og nú hefur nýtilkomnum myndsíma einnig verið lokað, þar sem sjóðurinn sem nú er uppurinn var notaður til að fjármagna hann. Heyrnarlausir hafa því enga möguleika á að hringja sem skapar oft vanda í daglegu lífi. Heiðdís segir vanta sex til tíu milljónir til að tryggja túlkaþjónustu út árið. „Ég vil biðja um að þetta verði leyst strax og þetta verði leyst til frambúðar,“ segir hún. Eiginmaður Heiðdísar, Arnar Ægisson, sem einnig er heyrnarlaus, var að hefja störf á nýjum vinnustað en þegar hann bað um túlk til að hjálpa sér að komast inn í nýju vinnuna, fékk hann þau svör að sjóðurinn væri tómur. „Það var rosalega óþægilegt að vera kominn á nýjan vinnustað og í nýjar aðstæður þar sem ég þekkti engan. Ég vissi ekkert hvar ég ætti að byrja eða hvað ég ætti að gera,“ segir hann. Arnar segir túlkaþjónustu kosta um tíu þúsund krónur á tímann. „Þannig að ég átti ekki peninga fyrir þessu. Ég gæti þurft túlk oftar en í þetta eina sinn og ég ræð ekki við það,“ segir hann. Að taka túlkaþjónustu af heyrnarlausum, má líkja við það að taka hjólastól frá farlama einstaklingi. Og þá má spyrja sig, er það ásættanlegt?
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent