Erlent

B-52 sprengjuflugvélar æfa kjarnorkuárás á Norður Kóreu

Í sameiginlegum heræfingum Suður Kóreumanna og Bandaríkjamanna sem nú standa yfir í Suður Kóreru hafa B-52 sprengjuflugvélar æft kjarnorkuárás á Norður Kóreu.

Þetta hafa embættismenn í Pentagon staðfest. B-52 vélarnar koma frá herstöð Bandaríkjamanna á eyjunni Guam sem hefur verið miðstöð fyrir þær á Kyrrhafinu frá árinu 2004.

George Little blaðafulltrúi Pentagon segir að það sé ekkert leyndarmál að þessari æfingu sé ætlað að senda skýr skilaboð um algeran stuðning Bandaríkjamanna við Suður Kóreu. B-52 vélarnar munu aftur æfa þessa árás í dag, þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×