Heppinn að vera með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2013 07:00 Freyr Alexandersson á fundinum í gær. Mynd/Valli Freyr Alexandersson valdi í gær fyrsta landsliðshópinn og þó svo að nýi maðurinn í brúnni geri ekki miklar breytingar á hópnum eru það samt fimm leikmenn úr EM-hópnum sem eru ekki með að þessu sinni. Freyr velur 21 leikmann að þessu sinni þar sem það er óvissa með þátttöku Sifjar Atladóttur, sem er tæp vegna meiðsla. Það bjuggust flestir við að Katrín Jónsdóttir yrði ein af EM-stelpunum sem yrðu ekki með á móti Sviss, enda leit út fyrir að hún hefði spilað sinn síðasta landsleik á EM í Svíþjóð í sumar. „Katrín er í hörkustandi. Spilaði gegn Tyresö í gær og pakkaði Mörtu saman að eigin sögn,“ sagði Freyr léttur á fundinum í gær. Umeå náði þá 2-2 jafntefli á móti Tyresö en hin brasilíska Marta hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims. „Kata er „mótiveruð“ til að spila leikinn. Af hverju ekki að spila þennan leik? Síðasti leikur á heimavelli,“ sagði Freyr um valið á Katrínu en hann var einnig að íhuga það að velja Eddu Garðarsdóttur í hópinn. „Ég ræddi við hana fyrir viku. Ég var að vonast til þess að hún reyndi að taka eitt tímabil í viðbót. Þegar við fórum yfir hennar meiðslasögu var ljóst hve erfitt þetta var fyrir hana. Við kveðjum góðan leikmann,“ sagði Freyr. Hann vill gefa sér tíma í að velja nýjan fyrirliða. „Það eru margar sem koma til greina. Það kemur í ljós fyrir Serbíuleikinn,“ sagði Freyr. Guðný Björk Óðinsdóttir, Elín Metta Jensen, Þórunn Helga Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Soffía Gunnarsdóttir voru með í Svíþjóð en eru ekki með núna. Í stað þeirra koma inn í hópinn þær Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni), Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki) og Ásgerður S. Baldursdóttir (Stjörnunni). Freyr velur ekki ungu framherjana Elínu Mettu Jensen hjá Val og Söndru Maríu Jessen hjá Þór/KA. „Bæði Elín Metta og Sandra hafa átt erfitt tímabil og þær hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Ég held að það sé betra fyrir þær að fara með U19 og skora mörk og ná sér vel á strik. Svo endurmetum við þeirra stöðu eftir Sviss og fyrir leikinn gegn Serbíu,“ sagði Freyr. Hann ætlar sér að nota Hörpu Þorsteinsdóttur sem framherja og segist ekki vera búinn að velja aðalmarkvörð liðsins. „Við erum heppin að vera með þrjá frábæra markverði. Við tökum stöðuna þegar við hittum þær. Það er engin örugg með stöðuna,“ segir Freyr. Hvað með sóknarmenn liðsins? „Ég get alveg búið til pláss fyrir tvo framherja stundum en ekki alltaf. Við erum heppin að í þessum hóp erum við með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi,“ sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Freyr Alexandersson valdi í gær fyrsta landsliðshópinn og þó svo að nýi maðurinn í brúnni geri ekki miklar breytingar á hópnum eru það samt fimm leikmenn úr EM-hópnum sem eru ekki með að þessu sinni. Freyr velur 21 leikmann að þessu sinni þar sem það er óvissa með þátttöku Sifjar Atladóttur, sem er tæp vegna meiðsla. Það bjuggust flestir við að Katrín Jónsdóttir yrði ein af EM-stelpunum sem yrðu ekki með á móti Sviss, enda leit út fyrir að hún hefði spilað sinn síðasta landsleik á EM í Svíþjóð í sumar. „Katrín er í hörkustandi. Spilaði gegn Tyresö í gær og pakkaði Mörtu saman að eigin sögn,“ sagði Freyr léttur á fundinum í gær. Umeå náði þá 2-2 jafntefli á móti Tyresö en hin brasilíska Marta hefur fimm sinnum verið kosin besta knattspyrnukona heims. „Kata er „mótiveruð“ til að spila leikinn. Af hverju ekki að spila þennan leik? Síðasti leikur á heimavelli,“ sagði Freyr um valið á Katrínu en hann var einnig að íhuga það að velja Eddu Garðarsdóttur í hópinn. „Ég ræddi við hana fyrir viku. Ég var að vonast til þess að hún reyndi að taka eitt tímabil í viðbót. Þegar við fórum yfir hennar meiðslasögu var ljóst hve erfitt þetta var fyrir hana. Við kveðjum góðan leikmann,“ sagði Freyr. Hann vill gefa sér tíma í að velja nýjan fyrirliða. „Það eru margar sem koma til greina. Það kemur í ljós fyrir Serbíuleikinn,“ sagði Freyr. Guðný Björk Óðinsdóttir, Elín Metta Jensen, Þórunn Helga Jónsdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Soffía Gunnarsdóttir voru með í Svíþjóð en eru ekki með núna. Í stað þeirra koma inn í hópinn þær Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni), Greta Mjöll Samúelsdóttir (Breiðabliki) og Ásgerður S. Baldursdóttir (Stjörnunni). Freyr velur ekki ungu framherjana Elínu Mettu Jensen hjá Val og Söndru Maríu Jessen hjá Þór/KA. „Bæði Elín Metta og Sandra hafa átt erfitt tímabil og þær hafa ekki náð að sýna sitt rétta andlit. Ég held að það sé betra fyrir þær að fara með U19 og skora mörk og ná sér vel á strik. Svo endurmetum við þeirra stöðu eftir Sviss og fyrir leikinn gegn Serbíu,“ sagði Freyr. Hann ætlar sér að nota Hörpu Þorsteinsdóttur sem framherja og segist ekki vera búinn að velja aðalmarkvörð liðsins. „Við erum heppin að vera með þrjá frábæra markverði. Við tökum stöðuna þegar við hittum þær. Það er engin örugg með stöðuna,“ segir Freyr. Hvað með sóknarmenn liðsins? „Ég get alveg búið til pláss fyrir tvo framherja stundum en ekki alltaf. Við erum heppin að í þessum hóp erum við með Margréti Láru og Hörpu í þrusuformi,“ sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira