FH-ingar unnu frábæran sigur, 1-0, á litháensku meisturunum í Ekranas í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Litháen.
FH stendur því vel að vígi fyrir síðari leikinn sem fram fer á Kaplakrikavelli eftir viku.
Pétur Viðarsson gerði eina mark leiksins þegar um hálftími var liðinn af leiknum. Leikmenn Ekranas skutu boltanum nokkrum sínum í tréverkið í síðari hálfleiknum og voru því Hafnfirðingarnir nokkuð heppnir að fara með sigur af hólmi.
FH fékk einnig sín færi í leiknum og fleiri mörk hefði hæglega getað litið dagsins ljós.
FH með frábæran útisigur á Ekranas
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
