Erlent

Sungu ástarlag í þingsalnum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Það var kátt á hjalla í þinghúsinu í Wellington í Nýja-Sjálandi í gær, þegar meirihluti löggjafaþingsins samþykkti lögleiðingu giftinga samkynhneigðra.

Lögin voru samþykkt með 77 atkvæðum gegn 44, og brutust út mikil fagnaðarlæti á svölum þingsalsins þegar niðurstaða var tilkynnt.

Einhver hóf þá að syngja gamalt ástarlag Maóría, Pokarekare Ana, og tóku flestir á svölunum undir og einhverjir niðri á gólfi einnig.

Myndband af þessu skemmtilega atviki má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×