Erlent

Elvis-eftirherma reyndi að drepa Obama

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Kevin Curtis starfar sem Elvis-eftirherma á skemmtiferðarskipum.
Kevin Curtis starfar sem Elvis-eftirherma á skemmtiferðarskipum.
Paul Kevin Curtis, 45 ára gamall, hefur verið handtekinn grunaður um að hafa sent bréf til Obama Bandaríkjaforseta sem innihélt bannvænan skammt eiturefnisins rísín.

Um er að ræða mann frá Mississippi. Faðir hans er með böggum hildar vegna þessa en Paul Kevin Curtis starfar sem Elvis-eftirherma og syngur sem Elvis á skemmtiferðarskipum. Að sögn gamla mannsins er sonur hans tæpur á geði.

Tilræðismaður syngur Elvislag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×