Talibanar bjóða fangaskipti Þorgils Jónsson skrifar 20. júní 2013 09:30 Bowe Bergdahl hefur verið í haldi talibana í rétt tæp fjögur ár. Þeir hafa nú boðist til að skipta á honum og fimm háttsettum talibönum sem eru í haldi í Guantanamo-fangabúðunum. Mynd/AP Talibanar hafa gert Bandaríkjamönnum tilboð um að sleppa bandarískum hermanni úr haldi gegn því að fimm hátt settum liðsmönnum þeirra verði sleppt úr fangabúðunum í Guantanamo. Hermaðurinn sem er í haldi talibana hinn 27 ára gamli Bowe Bergdahl, er sá eini sem talinn er vera enn í haldi talibana. Hann hvarf frá herbúðum í suðausturhluta Afganistan sumarið 2009 og er talið að hann sé í haldi í Pakistan. Shaheen Suhail, talsmaður talibana, segir að Bergdahl sé við góða heilsu, eftir því sem hann komist næst. Í augum talibana eru þessi fangaskipti skilyrði fyrir því að hefja friðarviðræður við Bandríkjamenn sem boðaðar voru fyrr í vikunni. „Fyrst verður að sleppa föngunum,“ sagði Suhail, „þar yrði um skipti að ræða. Síðan, skref fyrir skref, munum við byggja upp traust milli aðila til að halda áfram.“ Talibanar opnuðu í vikunni sendiskrifstofu í Doha í Katar. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Doha til að sækja ráðstefnu um ástandið í Sýrlandi, en mun að öllum líindum einnig eiga fund með talibönum. Bandaríkjamenn leggja mikið uppúr því að ná pólitískri sátt við talibana eftir næstum tólf ára stríð í Afganistan. Hinar boðuðu viðræður milli talibana og Bandaríkjanna eru tvíhliða, en hafa hleypt illu blóði í Hamid Karzai, forseta Afganistans. Honum finnst framhjá sér gengið og hefur á móti aflýst viðræðum við Bandaríkin um framhald öryggissamstarfs eftir að hersveitir NATO yfirgefa landið í árslok 2014. Talibanar hafa hins vegar gert ljóst að þeir vilji ræða beint við Bandaríkin. „Fyrst munum við ræða við Bandaríkjamenn um þau málefni sem snerta þá og okkur,“ segir Suhail. „Framkvæmd þeirra mála er alfarið í höndum Bandaríkjanna. Við viljum að erlendar hersveitir hafi sig á brott frá Afganistan, því að fyrr mun stríðinu ekki ljúka.“ Fyrr í vikunni tóku afgönsk stjórnvöld við öllum öryggismálum í landinu, og þótti ástandið heyra til batnaðar. Nú er hins vegar allt í loft upp á nýjan leik og bandaríks stjórnvöld vinna að því að lægja öldur á ný. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Talibanar hafa gert Bandaríkjamönnum tilboð um að sleppa bandarískum hermanni úr haldi gegn því að fimm hátt settum liðsmönnum þeirra verði sleppt úr fangabúðunum í Guantanamo. Hermaðurinn sem er í haldi talibana hinn 27 ára gamli Bowe Bergdahl, er sá eini sem talinn er vera enn í haldi talibana. Hann hvarf frá herbúðum í suðausturhluta Afganistan sumarið 2009 og er talið að hann sé í haldi í Pakistan. Shaheen Suhail, talsmaður talibana, segir að Bergdahl sé við góða heilsu, eftir því sem hann komist næst. Í augum talibana eru þessi fangaskipti skilyrði fyrir því að hefja friðarviðræður við Bandríkjamenn sem boðaðar voru fyrr í vikunni. „Fyrst verður að sleppa föngunum,“ sagði Suhail, „þar yrði um skipti að ræða. Síðan, skref fyrir skref, munum við byggja upp traust milli aðila til að halda áfram.“ Talibanar opnuðu í vikunni sendiskrifstofu í Doha í Katar. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Doha til að sækja ráðstefnu um ástandið í Sýrlandi, en mun að öllum líindum einnig eiga fund með talibönum. Bandaríkjamenn leggja mikið uppúr því að ná pólitískri sátt við talibana eftir næstum tólf ára stríð í Afganistan. Hinar boðuðu viðræður milli talibana og Bandaríkjanna eru tvíhliða, en hafa hleypt illu blóði í Hamid Karzai, forseta Afganistans. Honum finnst framhjá sér gengið og hefur á móti aflýst viðræðum við Bandaríkin um framhald öryggissamstarfs eftir að hersveitir NATO yfirgefa landið í árslok 2014. Talibanar hafa hins vegar gert ljóst að þeir vilji ræða beint við Bandaríkin. „Fyrst munum við ræða við Bandaríkjamenn um þau málefni sem snerta þá og okkur,“ segir Suhail. „Framkvæmd þeirra mála er alfarið í höndum Bandaríkjanna. Við viljum að erlendar hersveitir hafi sig á brott frá Afganistan, því að fyrr mun stríðinu ekki ljúka.“ Fyrr í vikunni tóku afgönsk stjórnvöld við öllum öryggismálum í landinu, og þótti ástandið heyra til batnaðar. Nú er hins vegar allt í loft upp á nýjan leik og bandaríks stjórnvöld vinna að því að lægja öldur á ný.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira