Talibanar bjóða fangaskipti Þorgils Jónsson skrifar 20. júní 2013 09:30 Bowe Bergdahl hefur verið í haldi talibana í rétt tæp fjögur ár. Þeir hafa nú boðist til að skipta á honum og fimm háttsettum talibönum sem eru í haldi í Guantanamo-fangabúðunum. Mynd/AP Talibanar hafa gert Bandaríkjamönnum tilboð um að sleppa bandarískum hermanni úr haldi gegn því að fimm hátt settum liðsmönnum þeirra verði sleppt úr fangabúðunum í Guantanamo. Hermaðurinn sem er í haldi talibana hinn 27 ára gamli Bowe Bergdahl, er sá eini sem talinn er vera enn í haldi talibana. Hann hvarf frá herbúðum í suðausturhluta Afganistan sumarið 2009 og er talið að hann sé í haldi í Pakistan. Shaheen Suhail, talsmaður talibana, segir að Bergdahl sé við góða heilsu, eftir því sem hann komist næst. Í augum talibana eru þessi fangaskipti skilyrði fyrir því að hefja friðarviðræður við Bandríkjamenn sem boðaðar voru fyrr í vikunni. „Fyrst verður að sleppa föngunum,“ sagði Suhail, „þar yrði um skipti að ræða. Síðan, skref fyrir skref, munum við byggja upp traust milli aðila til að halda áfram.“ Talibanar opnuðu í vikunni sendiskrifstofu í Doha í Katar. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Doha til að sækja ráðstefnu um ástandið í Sýrlandi, en mun að öllum líindum einnig eiga fund með talibönum. Bandaríkjamenn leggja mikið uppúr því að ná pólitískri sátt við talibana eftir næstum tólf ára stríð í Afganistan. Hinar boðuðu viðræður milli talibana og Bandaríkjanna eru tvíhliða, en hafa hleypt illu blóði í Hamid Karzai, forseta Afganistans. Honum finnst framhjá sér gengið og hefur á móti aflýst viðræðum við Bandaríkin um framhald öryggissamstarfs eftir að hersveitir NATO yfirgefa landið í árslok 2014. Talibanar hafa hins vegar gert ljóst að þeir vilji ræða beint við Bandaríkin. „Fyrst munum við ræða við Bandaríkjamenn um þau málefni sem snerta þá og okkur,“ segir Suhail. „Framkvæmd þeirra mála er alfarið í höndum Bandaríkjanna. Við viljum að erlendar hersveitir hafi sig á brott frá Afganistan, því að fyrr mun stríðinu ekki ljúka.“ Fyrr í vikunni tóku afgönsk stjórnvöld við öllum öryggismálum í landinu, og þótti ástandið heyra til batnaðar. Nú er hins vegar allt í loft upp á nýjan leik og bandaríks stjórnvöld vinna að því að lægja öldur á ný. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Talibanar hafa gert Bandaríkjamönnum tilboð um að sleppa bandarískum hermanni úr haldi gegn því að fimm hátt settum liðsmönnum þeirra verði sleppt úr fangabúðunum í Guantanamo. Hermaðurinn sem er í haldi talibana hinn 27 ára gamli Bowe Bergdahl, er sá eini sem talinn er vera enn í haldi talibana. Hann hvarf frá herbúðum í suðausturhluta Afganistan sumarið 2009 og er talið að hann sé í haldi í Pakistan. Shaheen Suhail, talsmaður talibana, segir að Bergdahl sé við góða heilsu, eftir því sem hann komist næst. Í augum talibana eru þessi fangaskipti skilyrði fyrir því að hefja friðarviðræður við Bandríkjamenn sem boðaðar voru fyrr í vikunni. „Fyrst verður að sleppa föngunum,“ sagði Suhail, „þar yrði um skipti að ræða. Síðan, skref fyrir skref, munum við byggja upp traust milli aðila til að halda áfram.“ Talibanar opnuðu í vikunni sendiskrifstofu í Doha í Katar. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú staddur í Doha til að sækja ráðstefnu um ástandið í Sýrlandi, en mun að öllum líindum einnig eiga fund með talibönum. Bandaríkjamenn leggja mikið uppúr því að ná pólitískri sátt við talibana eftir næstum tólf ára stríð í Afganistan. Hinar boðuðu viðræður milli talibana og Bandaríkjanna eru tvíhliða, en hafa hleypt illu blóði í Hamid Karzai, forseta Afganistans. Honum finnst framhjá sér gengið og hefur á móti aflýst viðræðum við Bandaríkin um framhald öryggissamstarfs eftir að hersveitir NATO yfirgefa landið í árslok 2014. Talibanar hafa hins vegar gert ljóst að þeir vilji ræða beint við Bandaríkin. „Fyrst munum við ræða við Bandaríkjamenn um þau málefni sem snerta þá og okkur,“ segir Suhail. „Framkvæmd þeirra mála er alfarið í höndum Bandaríkjanna. Við viljum að erlendar hersveitir hafi sig á brott frá Afganistan, því að fyrr mun stríðinu ekki ljúka.“ Fyrr í vikunni tóku afgönsk stjórnvöld við öllum öryggismálum í landinu, og þótti ástandið heyra til batnaðar. Nú er hins vegar allt í loft upp á nýjan leik og bandaríks stjórnvöld vinna að því að lægja öldur á ný.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira