Íslenska karlalandsliðið vann í gær 2-0 sigur á Kýpur á Laugardalsvellinum í næstsíðasta leik sínum í riðlakeppni Evrópuhluta undankeppni HM 2014. Bæði mörk íslenska landsliðið komu í seinni hálfleik.
Íslenska landsliðið hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum sínum í undankeppninni og í þeim hefur liðið heldur betur verið á skotskónum í seinni hálfleiknum.
Íslenska liðið hefur skorað sex mörk í seinni hálfleik þessara þriggja leikja á móti Sviss (4-4), Albaníu (2-1) og Kýpur og markatala liðsins eftir hálfleiksræður Lars Lagerbäck í haust er 6-1 íslenska liðinu í vil. Markatalan í fyrri hálfleik í þessum leikjum er hinsvegar 2-4 mótherjum íslenska liðsins í vil.
Síðustu þrír leikir Íslands í undankeppni HM 2014:
Sviss - Ísland 4-4
Fyrri hálfleikur: 1-3 fyrir Sviss
Seinni hálfleikur: 3-1 fyrir Ísland
Ísland - Albanía 2-1
Fyrri hálfleikur: 1-1 jafntefli
Seinni hálfleikur: 1-0 fyrir Ísland
Ísland - Kýpur 2-0
Fyrri hálfleikur: 0-0 jafntefli
Seinni hálfleikur: 2-0 fyrir Ísland
Haustleikir Íslands 2013 í undankeppni HM 2014:
Fyrri hálfleikur: 2-4 fyrir mótherja (-2)
Seinni hálfleikur: 6-1 fyrir Ísland (+5)
