Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann í gær sinn annan leik í röð í undankeppni HM 2014 þegar íslensku strákarnir unnu sannfærandi 2-0 sigur á Kýpur á Laugardalsvellinum.
Íslenska landsliðið hafði unnið 2-1 sigur á Albaníu á sama stað í leiknum á undan og það var liðinn meira en áratugur síðan að íslenska karlalandsliðið vann tvo leiki í röð í undankeppni.
Það gerðist síðast sumar 2003 í undankeppni EM 2004 þegar liðið var undir stjórn þeirra Loga Ólafssonar og Ásgeirs Sigurvinssonar.
Ísland vann þá þrjá leiki í röð á móti Færeyjum (heima), Litháen (úti) og Færeyjum (heima) og kom sér fyrir alvöru inn í baráttuna um annað sætið í riðlinum sem Skotar hrifsuðu svo á endanum.
Næstu leikir íslenska landsliðsins eftir sigurleiki frá 2003 til 2013:
Undankeppni EM 2004
2-1 sigur á Færeyjum (úti) - 0-0 jafntefli við Þýskaland (heima)
Undankeppni HM 2006
4-1 sigur á Möltu (heima) - 1-3 tap fyrir Króatíu (heima)
Undankeppni EM 2008
3-0 sigur á Norður-Írland (úti) - 0-2 tap fyrir Danmörku (heima)
2-1 sigur á Norður-Írland (heima) - 2-4 tap fyrir Lettlandi (heima)
Undankeppni HM 2010
1-0 sigur á Makedóníu (heima) - 1-2 tap fyrir Skotlandi (úti)
Undankeppni EM 2012
1-0 sigur á Kýpur (heima) - 3-5 tap fyrir Portúgal (úti)
Undankeppni HM 2014
2-0 sigur á Noregi (heima) - 0-1 tap fyrir Kýpur (úti)
2-1 sigur á Albaníu (úti) - 0-2 tap fyrir Sviss (heima)
2-1 sigur á Slóveníu (úti) - 2-4 tap fyrir Slóveníu (heima)
2-1 sigur á Albaníu (heima) - 2-0 sigur á Kýpur (heima)
