Erlent

Enn hægt að kaupa risagos

New York-búar mega enn kaupa gos í stórum umbúðum.
New York-búar mega enn kaupa gos í stórum umbúðum.
Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, ætlar sér að áfrýja úrskurði dómara frá því á mánudag. Úrskurðurinn kemur í veg fyrir að bann við sölu gosdrykkja í stærri einingum en sem nemur 16 únsum, eða 437 millilítrum, taki gildi í dag í borginni eins og fyrirhugað var. Bannið átti að gilda um veitingastaði, kvikmyndahús og fleiri sölustaði.

Dómarinn sagði bannið vera duttlungafulla geðþóttaákvörðun. Borgarstjórinn, sem hefur lagt mikla áherslu á að setja lög sem hann telur stuðla að betri heilsu New York-búa, mótmælir því og heitir því að hann muni berjast áfram fyrir því að reglurnar verði settar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×