Erlent

Fólk hvatt til að halda sig heima - önnur sprenging á bókasafninu

Þrjár sprengjur hafa sprungið í Boston í kvöld; tvær við marklínu maraþonsins og ein á JFK bókasafninu í borginni nokkrum sekúndum síðar.

Þetta kom fram í máli Edward Davis, lögreglustjóra í borginni, á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Verið er að rannsaka sprenginguna á bókasafninu.

Fólk í borginni er hvatt til að halda sig innandyra næstu klukkutíma á meðan rannsakað er hvort að fleiri sprengjur kunni að leynast í borginni. Tvær sprengjur hafa verið gerðar óvirkar, eftir að hinar þrjár sprungu.

Öllu flugi, til og frá Boston, hefur verið aflýst.

Ekki er vitað hver ber ábyrgð á tilræðinu, en lögreglustjórinn staðfesti á blaðamannafundinum að þetta voru sprengjur sem sprungu.

Þeir sem slösuðust í maraþoninu hefur verið komið á spítala en ekki er talið að fólk hafi slasast á bókasafninu.

Miklar öryggisráðstafanir eru einnig í New York og við Hvíta húsið í Washington og þá liggur farsímakerfið í Boston niðri vegna álags.

Nánari fréttir þegar þær berast.

Hér má nálgast beina útsendingu BBC.

Myndband af fyrstu sprengingunni, tekið af vef boston.com




Fleiri fréttir

Sjá meira


×