Gátu ekki sagt Rúnar svo úr varð Alex Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2013 09:30 Dreifir huganum Alex spilar FIFA og les skólabækurnar til að dreifa huganum fyrir leikinn.Fréttablaðið/Daníel KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR. „Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður heldur frekar fullur tilhlökkunar,“ segir hinn átján ára Rúnar Alex, sem alla jafna er kallaður Alex. Ástæðan er sú að þegar hann flutti til Belgíu fimm ára gamall áttu heimamenn í mestu vandræðum með að bera fram nafn hans. „Fólk sagði Runar en ekki Rúnar og mér fannst það ekki skemmtilegt,“ segir Alex og hlær. Millinafnið festist því við hann og hlýtur að henta vel til aðgreiningar á heimilinu, enda Alex sonur Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR-liðsins. Markvörðurinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en viðurkennir að líklega verði leikurinn gegn FH hans stærsti á ferlinum til þessa. „Að fá að spila í Frostaskjóli fyrir framan fullt af fólki verður frábært,“ segir Alex. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni gegn ÍBV á dögunum þegar Hannes Þór var rekinn af velli. „Ég fékk smjörþefinn af stemmningunni í Frostaskjóli gegn ÍBV en ég held að KR gegn FH sé enn stærri leikur.“ Alex hefur þó varið mark KR í leikjum á undirbúningstímabilinu, bæði í ár og í fyrra. Hans fyrsti opinberi leikur með meistaraflokki var einmitt gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins árið 2012. „Það er mjög eftirminnilegur leikur,“ segir Alex sem kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik fyrir Fjalar Þorgeirsson. Leikar stóðu 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þegar Alex varði spyrnu Emils Pálssonar. „Ég hef minnt hann á þetta einu sinni eða tvisvar í landsliðsferðum. En við erum góðir félagar og allt á góðum nótum.“ Alex hefur farið utan á reynslu til erlendra félaga í vetur og margir sem reikna með því að hann semji við félag innan tíðar. Hann hefur sótt dönsku félögin Nordsjælland og AGF heim á árinu, auk Club Brugge í Belgíu og NEC Nijmegen í Hollandi. „Það var mikið að gera í vetur og ég held að ég hafi misst úr sex vikur í skólanum vegna þessara ferða og landsliðsverkefna,“ segir Alex, sem er á þriðja ári í Verzló. Hann segist ekki ætla að pæla of mikið í leiknum og haga undirbúningi sínum venju samkvæmt. Leikur á morgun hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira
KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Halldórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR. „Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður heldur frekar fullur tilhlökkunar,“ segir hinn átján ára Rúnar Alex, sem alla jafna er kallaður Alex. Ástæðan er sú að þegar hann flutti til Belgíu fimm ára gamall áttu heimamenn í mestu vandræðum með að bera fram nafn hans. „Fólk sagði Runar en ekki Rúnar og mér fannst það ekki skemmtilegt,“ segir Alex og hlær. Millinafnið festist því við hann og hlýtur að henta vel til aðgreiningar á heimilinu, enda Alex sonur Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR-liðsins. Markvörðurinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en viðurkennir að líklega verði leikurinn gegn FH hans stærsti á ferlinum til þessa. „Að fá að spila í Frostaskjóli fyrir framan fullt af fólki verður frábært,“ segir Alex. Hann spilaði sínar fyrstu mínútur í deildinni gegn ÍBV á dögunum þegar Hannes Þór var rekinn af velli. „Ég fékk smjörþefinn af stemmningunni í Frostaskjóli gegn ÍBV en ég held að KR gegn FH sé enn stærri leikur.“ Alex hefur þó varið mark KR í leikjum á undirbúningstímabilinu, bæði í ár og í fyrra. Hans fyrsti opinberi leikur með meistaraflokki var einmitt gegn FH í undanúrslitum Lengjubikarsins árið 2012. „Það er mjög eftirminnilegur leikur,“ segir Alex sem kom inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik fyrir Fjalar Þorgeirsson. Leikar stóðu 2-2 eftir framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þegar Alex varði spyrnu Emils Pálssonar. „Ég hef minnt hann á þetta einu sinni eða tvisvar í landsliðsferðum. En við erum góðir félagar og allt á góðum nótum.“ Alex hefur farið utan á reynslu til erlendra félaga í vetur og margir sem reikna með því að hann semji við félag innan tíðar. Hann hefur sótt dönsku félögin Nordsjælland og AGF heim á árinu, auk Club Brugge í Belgíu og NEC Nijmegen í Hollandi. „Það var mikið að gera í vetur og ég held að ég hafi misst úr sex vikur í skólanum vegna þessara ferða og landsliðsverkefna,“ segir Alex, sem er á þriðja ári í Verzló. Hann segist ekki ætla að pæla of mikið í leiknum og haga undirbúningi sínum venju samkvæmt. Leikur á morgun hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Sjá meira