Alþingi tilbúið að stöðva borgina í flugvallarmáli Kristján Már Unnarsson skrifar 23. desember 2013 19:33 Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en hann telur að engin sátt verði um annað en flugvöll áfram í Vatnsmýri. Reykjavíkurborg auglýsti í dag nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn byrji strax að víkja og að honum verði endanlega lokað árið 2024. Borgarráð leyfði reyndar að byggð yrði bráðabirgðaflugstöð austan við afgreiðslu Flugfélags Íslands en gegn því að unnt verði að fjarlægja hana eftir rúman áratug. Hins vegar þarf allt einka-, æfinga- og kennsluflug að fara árið 2015, eftir rúmt ár. Jón Gunnarsson alþingismaður segir alveg ljóst að ekki sé vilji fyrir því á Alþingi að hróflað verði við starfsemi flugvallarins nema búið sé að leysa málið með öðrum hætti. Það gildi einnig um æfinga- og kennsluflugið. Jón segir að sátt muni ekki nást um annað en að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri sem fullnægi samgönguþörfum landsins og með sómasamlegri aðstöðu. Hann segir fjárlaganefnd Alþingis þegar hafa talað skýrt með því að fella heimild um sölu flugvallarlands út úr fjárlögum og útilokar ekki frekara inngrip þingsins. „Ég hef áður lagt fram bæði þingsályktunartillögu og lagafrumvarp á þinginu þar sem við í raun tökum fram fyrir hendurnar á borginni í þessu máli.” Hann kveðst þó trúa því að unnt verði að leysa þetta mál í sátt. „En ef sú sátt gengur ekki eftir þá auðvitað þarf Alþingi að grípa til sinna ráða í þeim efnum vegna þess að ég tel að vilji Alþingis, og stórs meirihluta þar, sé algerlega skýr í þessu máli varðandi starfsemi Reykjavíkurflugvallar.” Tengdar fréttir Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Alþingi mun taka fram fyrir hendurnar á borginni í flugvallarmálinu, ef þurfa þykir. Þetta segir Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2, en hann telur að engin sátt verði um annað en flugvöll áfram í Vatnsmýri. Reykjavíkurborg auglýsti í dag nýtt deiliskipulag sem gerir ráð fyrir að flugvöllurinn byrji strax að víkja og að honum verði endanlega lokað árið 2024. Borgarráð leyfði reyndar að byggð yrði bráðabirgðaflugstöð austan við afgreiðslu Flugfélags Íslands en gegn því að unnt verði að fjarlægja hana eftir rúman áratug. Hins vegar þarf allt einka-, æfinga- og kennsluflug að fara árið 2015, eftir rúmt ár. Jón Gunnarsson alþingismaður segir alveg ljóst að ekki sé vilji fyrir því á Alþingi að hróflað verði við starfsemi flugvallarins nema búið sé að leysa málið með öðrum hætti. Það gildi einnig um æfinga- og kennsluflugið. Jón segir að sátt muni ekki nást um annað en að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýri sem fullnægi samgönguþörfum landsins og með sómasamlegri aðstöðu. Hann segir fjárlaganefnd Alþingis þegar hafa talað skýrt með því að fella heimild um sölu flugvallarlands út úr fjárlögum og útilokar ekki frekara inngrip þingsins. „Ég hef áður lagt fram bæði þingsályktunartillögu og lagafrumvarp á þinginu þar sem við í raun tökum fram fyrir hendurnar á borginni í þessu máli.” Hann kveðst þó trúa því að unnt verði að leysa þetta mál í sátt. „En ef sú sátt gengur ekki eftir þá auðvitað þarf Alþingi að grípa til sinna ráða í þeim efnum vegna þess að ég tel að vilji Alþingis, og stórs meirihluta þar, sé algerlega skýr í þessu máli varðandi starfsemi Reykjavíkurflugvallar.”
Tengdar fréttir Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00
Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. 23. desember 2013 08:39