Erlent

Í fangelsi fyrir svikna brjóstapúða

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Jean Claude Mas fyrir utan dómshús í Marseille fyrr á árinu.
Jean Claude Mas fyrir utan dómshús í Marseille fyrr á árinu. Mynd/EPA
Jean Claude Mas, Frakkinn sem seldi tugir þúsunda af gölluðum brjóstapúðum, var í morgun dæmdur í fjögurra ára fangelsi af dómstól í Marseille.

Hann þarf einnig að greiða 75 þúsund evrur í sekt, en sú fjárhæð samsvarar ríflega tólf milljónum króna.

Líklegt þykir þó að dómnum verði áfrýjað.

Hundruð kvenna mættu til að fylgjast með dómsuppkvaðningu í morgun. Alls voru brjóstapúðar af gerðinni PIP græddir í brjóst 125 þúsund kvenna víðs vegar um heim, þar á meðal hér á landi.

Í síðasta mánuði var þýskt fyrirtæki, TUeV, sem vottaði gæði PIP-brjóstapúðanna, dæmt til að greiða 1.600 konum skaðabætur.

Brjóstapúðarnir voru fylltir með iðnaðarsílikoni og áttu til með að leka. Þetta olli mörgum þeirra kvenna, sem þeir höfðu verið græddir í, miklu tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×