Erlent

Fólki með Alzheimers fjölgar mikið næstu áratugi

Fjöldi þeirra sem glíma við elliglöp eða Alzheimers-sjúkdóminn, mun þrefaldast fyrir árið 2050, að því er ný rannsókn hefur leitt í ljós. Alþjóðlegu Alzimers samtökin létu gera skýrsluna en í henni kemur fram að um fjörutíu milljónir manna um allan heim glími nú við sjúkdóminn.

Árið 2050 er hinsvegar búist við því að fjöldinn verði orðinn hundrað þrjátíu og fimm milljónir manna. Samtökin reyna nú að vekja athygli á því hve lítið fjármagn fari í rannsóknir á sjúkdóminum, en ef tekið er dæmi frá Bretlandi þá fer aðeins einn áttundi þeirra fjármuna sem settir eru í krabbameinsrannsónir, í rannsóknir á Alzheimers




Fleiri fréttir

Sjá meira


×