Heimildarákvæði um sölu flugvallarsvæðis gleymdist Kristján Már Unnarsson skrifar 21. nóvember 2013 19:04 Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Vegna mistaka í fjármálaráðuneyti gleymdist að gera ráð fyrir að heimildin yrði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nýi Skerjafjörður kallast hverfið sem borgin er að skipuleggja en þar er gert ráð fyrir sex- til áttahundruð íbúðum. Kynningarmyndir sýna fjögurra hæða blokkir en nánari útfærsla er eftir. Þessi áform byggja á samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra frá því í mars um að ríkið selji borginni umrætt land. Samningurinn kveður á um að afsal verði fyrst gefið út þegar innanríkisráðuneyti eða Isavia hefur formlega gefið út tilkynningu um að lokun flugbrautarinnar hafi tekið gildi gagnvart öllu flugi. Sérkennilegt orðalag í heimildargrein gildandi fjárlaga er einnig bremsa en hún heimilar aðeins sölu á landi sem er fyrir „utan flugvallargirðingu". Isavia þarf því fyrst að færa girðinguna áður en selja má landið en samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu var það meðvituð ákvörðun að orða þetta með þessum hætti til að tryggja að landið yrði ekki selt án samþykkis flugmálayfirvalda. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og í fjárlagafrumvarpinu er ekki gerð tillaga um að endurnýja heimildina fyrir næsta ár, þar er hins vegar gert ráð fyrir heimild til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Frá embættismanni í fjármálaráðuneyti fengust þær upplýsingar í dag að vegna mistaka hafi gleymst að setja inn í fjárlagafrumvarpið áframhaldandi heimild til að selja borginni flugvallarsvæðið en tillaga verði gerð til fjárlaganefndar Alþingis á næstu dögum um að úr því verði bætt. Ríkið getur ekki selt land án samþykkis Alþingis. Ef borgin á að fá þetta svæði undir íbúðabyggð virðist því blasa við að leggja þarf fram sérstaka tillögu vegna fjárlagagerðar fyrir jól. Það gæti því reynt á það á Alþingi á næstu vikum hvort meirihluti sé fyrir því að klípa af flugvallarsvæðinu. Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Heimild sem Alþingi veitti á gildandi fjárlögum til að selja Reykjavíkurborg umdeilt flugvallarsvæði í Skerjafirði rennur út um áramótin. Vegna mistaka í fjármálaráðuneyti gleymdist að gera ráð fyrir að heimildin yrði endurnýjuð í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nýi Skerjafjörður kallast hverfið sem borgin er að skipuleggja en þar er gert ráð fyrir sex- til áttahundruð íbúðum. Kynningarmyndir sýna fjögurra hæða blokkir en nánari útfærsla er eftir. Þessi áform byggja á samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra frá því í mars um að ríkið selji borginni umrætt land. Samningurinn kveður á um að afsal verði fyrst gefið út þegar innanríkisráðuneyti eða Isavia hefur formlega gefið út tilkynningu um að lokun flugbrautarinnar hafi tekið gildi gagnvart öllu flugi. Sérkennilegt orðalag í heimildargrein gildandi fjárlaga er einnig bremsa en hún heimilar aðeins sölu á landi sem er fyrir „utan flugvallargirðingu". Isavia þarf því fyrst að færa girðinguna áður en selja má landið en samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu var það meðvituð ákvörðun að orða þetta með þessum hætti til að tryggja að landið yrði ekki selt án samþykkis flugmálayfirvalda. Þessi heimild rennur hins vegar út núna um áramótin og í fjárlagafrumvarpinu er ekki gerð tillaga um að endurnýja heimildina fyrir næsta ár, þar er hins vegar gert ráð fyrir heimild til að semja um lóð undir samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. Frá embættismanni í fjármálaráðuneyti fengust þær upplýsingar í dag að vegna mistaka hafi gleymst að setja inn í fjárlagafrumvarpið áframhaldandi heimild til að selja borginni flugvallarsvæðið en tillaga verði gerð til fjárlaganefndar Alþingis á næstu dögum um að úr því verði bætt. Ríkið getur ekki selt land án samþykkis Alþingis. Ef borgin á að fá þetta svæði undir íbúðabyggð virðist því blasa við að leggja þarf fram sérstaka tillögu vegna fjárlagagerðar fyrir jól. Það gæti því reynt á það á Alþingi á næstu vikum hvort meirihluti sé fyrir því að klípa af flugvallarsvæðinu.
Tengdar fréttir Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Staðið við samkomulag um lokun flugbrautar Hanna Birna Kristjánsdóttir, ráðherra flugmála, segir að staðið verði við samkomulag við borgina um að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 19. nóvember 2013 21:24
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11