Erlent

Noregsstjórn sökuð um tvöfeldni við Jan Mayen

Kristján Már Unnarsson skrifar
Greenpeace í Noregi sakar norsku ríkisstjórnina um tvöfeldni með því að ætla að fara í olíuboranir á íslenska hluta Jan Mayen-hryggjarins á sama tíma og norska hlutanum sé lokað. Barátta umhverfisverndarsamtaka gegn olíuvinnslu á heimskautasvæðum er áberandi þessa dagana og þess er skemmst að minnast að fyrir tveimur vikum stormuðu Grænfriðingar inn á olíuráðstefnu í Osló í sömu mund og Guðni Jóhannesson orkumálastjóri ætlaði að hefja fyrirlestur um áform Íslendinga á Drekasvæðinu.

Viðbrögðin við ákvörðun norskra stjórnvalda fyrir helgi, um að ganga til samstarfs við Kínverja í þriðja íslenska sérleyfinu, láta heldur ekki á sér standa. Talsmaður Greenpeace í Noregi, Erlend Tellnes, segir í viðtali við Aftenbladet að þetta lýsi tvöfeldni ríkisstjórnar Noregs, hún loki norska hluta Jan Mayen-svæðisins en sjái á sama tíma engin vandamál við það að bora Íslandsmegin. Greenpeace segir Umhverfisstofnun Noregs hafa varað við olíuvinnslu við Jan Mayen og ekkert bendi til að íslenski hlutinn sé síður viðkvæmur.

Mótmæli Grænfriðunga á Oslóarfundinum beindust bæði gegn fangelsun félaga þeirra í Rússlandi sem og olíuborunum almennt á norðurhjara.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×