Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2013 18:45 Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. Reuters-fréttastofan segir þetta vísbendingu um að þíða sé að komast á milli Noregs og Kína en samskipti ríkjanna hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár. Ákvörðunin var tekin á fundi ríkisráðs í konungshöllinni í Osló í dag. Norska ríkið var áður í gegnum ríkisolíufélagið Petoro orðinn aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum en nú bætist við þriðja leyfið með kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy og verður Petoro einnig 25 prósenta hluthafi.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta mjög jákvætt fyrir verkefnið í heild. Nú séu komnar þrjár sterkar samstæður sem standa að leitinni. Meginatriði á svona svæðum sé að það séu fleiri aðilar og verið sé að vinna á fleiri svæðum samtímis vegna mikilla samlegðaráhrifa. Norski olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien sagði í dag að landgrunn Íslands væri spennandi mögulegt framtíðarolíusvæði. Með þessari ákvörðun væri verið að tryggja hagsmuni Noregs í samræmi við Jan Mayen-samninginn. Það var ekki sjálfsagt að Norðmenn kæmu með núna, raunar var þrýstingur á norsku ríkisstjórnina að draga sig alfarið út úr olíusamstarfi við Íslendinga. Guðni segir óvissu hafa verið meðan stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir í Noregi. „En nú sýnist mér að þetta hafi í raun bara verið metið á jarðfræðilegum og viðskiptalegum grundvelli,” segir orkumálastjóri.Reuters-fréttastofan vakti athygli á því í dag að Noregur og Kína væru með þessu að hefja samstarf á Íslandi og taldi þetta benda til þíðu í samskiptum ríkjanna en þau hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár eftir að norska nóbelsnefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin. Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. Reuters-fréttastofan segir þetta vísbendingu um að þíða sé að komast á milli Noregs og Kína en samskipti ríkjanna hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár. Ákvörðunin var tekin á fundi ríkisráðs í konungshöllinni í Osló í dag. Norska ríkið var áður í gegnum ríkisolíufélagið Petoro orðinn aðili að tveimur fyrstu sérleyfunum en nú bætist við þriðja leyfið með kínverska ríkisolíufélaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy og verður Petoro einnig 25 prósenta hluthafi.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta mjög jákvætt fyrir verkefnið í heild. Nú séu komnar þrjár sterkar samstæður sem standa að leitinni. Meginatriði á svona svæðum sé að það séu fleiri aðilar og verið sé að vinna á fleiri svæðum samtímis vegna mikilla samlegðaráhrifa. Norski olíu- og orkumálaráðherrann Tord Lien sagði í dag að landgrunn Íslands væri spennandi mögulegt framtíðarolíusvæði. Með þessari ákvörðun væri verið að tryggja hagsmuni Noregs í samræmi við Jan Mayen-samninginn. Það var ekki sjálfsagt að Norðmenn kæmu með núna, raunar var þrýstingur á norsku ríkisstjórnina að draga sig alfarið út úr olíusamstarfi við Íslendinga. Guðni segir óvissu hafa verið meðan stjórnarmyndunarviðræður stóðu yfir í Noregi. „En nú sýnist mér að þetta hafi í raun bara verið metið á jarðfræðilegum og viðskiptalegum grundvelli,” segir orkumálastjóri.Reuters-fréttastofan vakti athygli á því í dag að Noregur og Kína væru með þessu að hefja samstarf á Íslandi og taldi þetta benda til þíðu í samskiptum ríkjanna en þau hafa verið í frosti undanfarin þrjú ár eftir að norska nóbelsnefndin veitti kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin.
Tengdar fréttir Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10 Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09 Mest lesið Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Viðskipti innlent Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Viðskipti innlent Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Viðskipti erlent Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Fleiri fréttir Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Sjá meira
Titringur í Stórþinginu vegna olíuleitar með Íslendingum Titrings gætir í norskum stjórnmálum vegna umræðu innan norsku ríkisstjórnarinnar um frekari þátttöku í olíuleit á Drekasvæðinu. 15. nóvember 2013 11:10
Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20
Vilja að norska ríkisstjórnin dragi sig út úr Drekaleyfum Samskipti Íslands og Noregs gætu komist í uppnám á næstu vikum, í kringum fyrirhugaða útgáfu á þriðja Drekaleyfinu, eftir að smáflokkarnir tveir, sem hyggjast styðja hægri stjórn Ernu Solberg til valda, lýstu því yfir í dag að þeir stefndu að því að norsk stjórnvöld drægju sig út úr olíuleit á íslenska Drekasvæðinu. 4. október 2013 19:09