Hæpnar forsendur lögreglu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. nóvember 2013 19:26 Lögmaður VIP Club segir tálbeitur lögreglu hafa boðið fíkniefni í skiptum fyrir kynlífsþjónustu. Lektor í lögum segir aðferðir lögreglu vafasamar. Fimm óeinkennisklæddir lögreglumenn rannsökuðu starfsemi VIP Club á Austurstræti þann 21. september síðastliðinn. Grunur lék þar færi fram milliganga um vændi. Þessir lögreglumenn lýsa upplifun sinni og samskiptum við starfsfólk í lögregluskýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. Á grundvelli nýs og tímabundins rekstrarleyfis var VIP Club opnaður á ný föstudaginn síðstliðinn. Aðfaranótt laugardags fór 20 manna lögregluteymi inn á staðinn og lokaði. Var þetta gert á þeim forsendum að rökstuddur grunur hafi verið um vændisstarfsemi. Starfsmenn VIP sem fréttastofa ræddi við í dag fullyrða með tölu að ekkert sé til í því að vændi eða milliganga um vændi fari fram á staðnum.Áfengi, kókaín, peningar Lögmaður eigenda VIP Club, hefur kært lögreglu fyrir þessa aðgerð. Í kærunni kemur einnig fram að lögreglumennirnir hafi, 21. september, gert ítrekaðar tilraunir til að kaupa vændi bæði með áfengi og kókaíni. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í dag að engin lögbrot hafi verið framin af hálfu lögreglu. Ásakanir sem þessar séu ekki svaraverðar. Það eru ekki síst sjálfar aðferðir lögreglunnar sem vekja upp spurningar. Tveir lögreglumenn greina frá því í skýrslunni að þeir hafi drukkið áfengi, þar á meðal áttatíu þúsund króna kampavínsflösku. Einn lögreglumaður greinir frá því að hann hafi hellt viljandi úr glasi sínu þegar enginn sá til.Jón Þór Ólason lögmaður og lektor í refsirétti við HÍ.Hæpnar forsendur Jón Þór Ólason, lektor í lagadeild Háskóla Íslands, segir margt ábótavant í skýrslu lögreglu. Hann ítrekar að nauðsynlegt sé að stemma stigum við vændi en að sama skapi sé mikilvægt að fylgja settum reglum. Hann segir það vera óljóst hvort að aðgerðirnar hafi beinst að rekstrarleyfi staðarins eða vegna þess að gert væri út á nekt starfsmanna. „Ef að þessar aðgerðir beinast að rekstrarleyfinu þá er hún náttúrulega algjörlega ólögmæt og í andstöðu við þær reglur sem eru um slíkar aðgerðir, það er, þar sem tálbeitur koma við sögu,“ segir Jón Þór. Jón bendir á að sjálf forsenda málsins, að gert væri út á nekt starfsmanna, sé hæpin. Það er ekki refsivert brot í lögum, þar af leiðandi væri ekki forsenda fyrir aðgerð af þessu tagi eins og lög um tálbeitur segja til um. „Tálbeitur eiga að beinast að því að sakborningum. Þessar stúlkur, þær geta ekki orðið sakborningar. Þannig að ég get ekki séð það að notkun tálbeita gagnvart þeim sé í samræmi við reglur,“ segir Jón Þór og bætir við: „Ef að þetta er það eina sem liggur fyrir í gögnum lögreglu þá er það kannski svolítið þunnur þrettándi.“ Tengdar fréttir Eyddu mörg hundruð þúsund krónum á kampavínsklúbbi Lögreglan sendi óeinkennisklædda menn til að rannsaka starfsemi kampavínsklúbbsins VIP í september. Þar eyddu þeir mörg hundruð þúsund krónum. 17. nóvember 2013 19:34 Lögreglan hafnar ásökunum lögmanns VIP Club "Ásakanir um að lögreglan sé að halda eiturlyfjum að mönnum í skiptum fyrir upplýsingar eru ekki svaraverðar,“ segir lögreglustjóri. 18. nóvember 2013 16:20 Sakar lögregluna um valdníðslu við lokun VIP-Club Allar fréttir um að það fari fram vændissala inn á VIP-Club eru rangar“, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður staðarins. 17. nóvember 2013 11:40 VIP synjað um rekstrarleyfi og lokað samdægurs Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Staðurinn hefur verið rekinn með rekstrarleyfi til bráðabirgða síðan í júní, en það leyfi rann út annan nóvember síðastliðinn. Það fékkst ekki endurnýjað. 17. nóvember 2013 19:46 Sakar lögreglu um að hafa boðið kókaín fyrir vændi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. 18. nóvember 2013 12:27 Öðrum kampavínsklúbbi lokað vegna meintrar vændisstarfsemi Lögreglan hefur lokað kampavínsklúbbnum VIP- club í Austurstræti vegna gruns um að þar hafi verið höfð milliganga um vændi. 17. nóvember 2013 00:13 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Lögmaður VIP Club segir tálbeitur lögreglu hafa boðið fíkniefni í skiptum fyrir kynlífsþjónustu. Lektor í lögum segir aðferðir lögreglu vafasamar. Fimm óeinkennisklæddir lögreglumenn rannsökuðu starfsemi VIP Club á Austurstræti þann 21. september síðastliðinn. Grunur lék þar færi fram milliganga um vændi. Þessir lögreglumenn lýsa upplifun sinni og samskiptum við starfsfólk í lögregluskýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. Á grundvelli nýs og tímabundins rekstrarleyfis var VIP Club opnaður á ný föstudaginn síðstliðinn. Aðfaranótt laugardags fór 20 manna lögregluteymi inn á staðinn og lokaði. Var þetta gert á þeim forsendum að rökstuddur grunur hafi verið um vændisstarfsemi. Starfsmenn VIP sem fréttastofa ræddi við í dag fullyrða með tölu að ekkert sé til í því að vændi eða milliganga um vændi fari fram á staðnum.Áfengi, kókaín, peningar Lögmaður eigenda VIP Club, hefur kært lögreglu fyrir þessa aðgerð. Í kærunni kemur einnig fram að lögreglumennirnir hafi, 21. september, gert ítrekaðar tilraunir til að kaupa vændi bæði með áfengi og kókaíni. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í dag að engin lögbrot hafi verið framin af hálfu lögreglu. Ásakanir sem þessar séu ekki svaraverðar. Það eru ekki síst sjálfar aðferðir lögreglunnar sem vekja upp spurningar. Tveir lögreglumenn greina frá því í skýrslunni að þeir hafi drukkið áfengi, þar á meðal áttatíu þúsund króna kampavínsflösku. Einn lögreglumaður greinir frá því að hann hafi hellt viljandi úr glasi sínu þegar enginn sá til.Jón Þór Ólason lögmaður og lektor í refsirétti við HÍ.Hæpnar forsendur Jón Þór Ólason, lektor í lagadeild Háskóla Íslands, segir margt ábótavant í skýrslu lögreglu. Hann ítrekar að nauðsynlegt sé að stemma stigum við vændi en að sama skapi sé mikilvægt að fylgja settum reglum. Hann segir það vera óljóst hvort að aðgerðirnar hafi beinst að rekstrarleyfi staðarins eða vegna þess að gert væri út á nekt starfsmanna. „Ef að þessar aðgerðir beinast að rekstrarleyfinu þá er hún náttúrulega algjörlega ólögmæt og í andstöðu við þær reglur sem eru um slíkar aðgerðir, það er, þar sem tálbeitur koma við sögu,“ segir Jón Þór. Jón bendir á að sjálf forsenda málsins, að gert væri út á nekt starfsmanna, sé hæpin. Það er ekki refsivert brot í lögum, þar af leiðandi væri ekki forsenda fyrir aðgerð af þessu tagi eins og lög um tálbeitur segja til um. „Tálbeitur eiga að beinast að því að sakborningum. Þessar stúlkur, þær geta ekki orðið sakborningar. Þannig að ég get ekki séð það að notkun tálbeita gagnvart þeim sé í samræmi við reglur,“ segir Jón Þór og bætir við: „Ef að þetta er það eina sem liggur fyrir í gögnum lögreglu þá er það kannski svolítið þunnur þrettándi.“
Tengdar fréttir Eyddu mörg hundruð þúsund krónum á kampavínsklúbbi Lögreglan sendi óeinkennisklædda menn til að rannsaka starfsemi kampavínsklúbbsins VIP í september. Þar eyddu þeir mörg hundruð þúsund krónum. 17. nóvember 2013 19:34 Lögreglan hafnar ásökunum lögmanns VIP Club "Ásakanir um að lögreglan sé að halda eiturlyfjum að mönnum í skiptum fyrir upplýsingar eru ekki svaraverðar,“ segir lögreglustjóri. 18. nóvember 2013 16:20 Sakar lögregluna um valdníðslu við lokun VIP-Club Allar fréttir um að það fari fram vændissala inn á VIP-Club eru rangar“, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður staðarins. 17. nóvember 2013 11:40 VIP synjað um rekstrarleyfi og lokað samdægurs Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Staðurinn hefur verið rekinn með rekstrarleyfi til bráðabirgða síðan í júní, en það leyfi rann út annan nóvember síðastliðinn. Það fékkst ekki endurnýjað. 17. nóvember 2013 19:46 Sakar lögreglu um að hafa boðið kókaín fyrir vændi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. 18. nóvember 2013 12:27 Öðrum kampavínsklúbbi lokað vegna meintrar vændisstarfsemi Lögreglan hefur lokað kampavínsklúbbnum VIP- club í Austurstræti vegna gruns um að þar hafi verið höfð milliganga um vændi. 17. nóvember 2013 00:13 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Eyddu mörg hundruð þúsund krónum á kampavínsklúbbi Lögreglan sendi óeinkennisklædda menn til að rannsaka starfsemi kampavínsklúbbsins VIP í september. Þar eyddu þeir mörg hundruð þúsund krónum. 17. nóvember 2013 19:34
Lögreglan hafnar ásökunum lögmanns VIP Club "Ásakanir um að lögreglan sé að halda eiturlyfjum að mönnum í skiptum fyrir upplýsingar eru ekki svaraverðar,“ segir lögreglustjóri. 18. nóvember 2013 16:20
Sakar lögregluna um valdníðslu við lokun VIP-Club Allar fréttir um að það fari fram vændissala inn á VIP-Club eru rangar“, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður staðarins. 17. nóvember 2013 11:40
VIP synjað um rekstrarleyfi og lokað samdægurs Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Staðurinn hefur verið rekinn með rekstrarleyfi til bráðabirgða síðan í júní, en það leyfi rann út annan nóvember síðastliðinn. Það fékkst ekki endurnýjað. 17. nóvember 2013 19:46
Sakar lögreglu um að hafa boðið kókaín fyrir vændi Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. 18. nóvember 2013 12:27
Öðrum kampavínsklúbbi lokað vegna meintrar vændisstarfsemi Lögreglan hefur lokað kampavínsklúbbnum VIP- club í Austurstræti vegna gruns um að þar hafi verið höfð milliganga um vændi. 17. nóvember 2013 00:13