Innlent

Öðrum kampavínsklúbbi lokað vegna meintrar vændisstarfsemi

Rúv greinir frá því að um tuttugu manna lögregluteymi hafi lokað kampavínsstaðnum VIP club við Austurstræti í gærkvöld.

Staðnum var upphaflega lokað á fimmtudagskvöld, meðal annars vegna útrunninna skemmtanaleyfa. Eigendur opnuðu þrátt fyrir það á nýjan leik í gær með fyrrgreindum afleiðingum.  

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins eftir því sem Rúv greinir frá.

Mál kampavínsklúbbanna hafa verið í brennidepli undanfarin misseri, allt frá umfjöllun Fréttablaðsins frá í vor. 

Nýverið var Strawberries við Lækjargötu lokað vegna samskonar gruns og er eigandi Strawberries enn í gæsluvarðhaldi. Þá var lögmanni hans einnig gert að víkja frá málinu vegna rannsóknarhagsmuna. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.