Innlent

Eyddu mörg hundruð þúsund krónum á kampavínsklúbbi

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Lögreglan sendi óeinkennisklædda menn til að rannsaka starfsemi kampavínsklúbbsins VIP í september. Þar eyddu þeir mörg hundruð þúsund krónum.

Fréttastofa hefur undir höndum lögregluskýrslu þar sem fram kemur að lögreglan hafi ráðist í aðgerð á Kampavínsklúbbnum VIP, 21. september síðastliðinn. Fimm óeinkennisklæddir lögreglumenn fóru á staðinn, þar sem lagt var upp með að kaupa þá þjónustu sem í boði var.

Lögreglustjóri ákvað að framlengja ekki bráðabirgðarekstarleyfi VIP club vegna gruns um að ólögmæt starfsemi færi fram á staðnum. Þessi grunur er byggður á atburður sem sagt er frá í skýrslunni.

Viðskiptum eins lögregluþjónsins er lýst á þessa vegu:

Á verðlistanum benti hún fyrst á crystal flöskuna sem var neðst á vínlistanum. Hún kostaði 490 þúsund krónur. Ég spurði afhverju hún væri svona dýr og þá sagði hún vegna þess að hún er sú besta. Ég keypti kampavínsflösku og einkatíma í tuttugu mínútur á 30 þúsund krónur.

Ég spurði hana hvort hægt væri að fara alla leið með henni en hún sagði það ekki vera hægt á staðnum. Hún gæti gert það eftir vinnukvöldið hjá henni, en það gæti tekið langan tíma.

Mál kampavínsklúbbanna hafa verið í brennidepli undanfarnar vikur, en nýverið var klúbbnum Strawberries við Lækjargötu lokað vegna gruns um að þar væri höfð milliganga um vændi. Þann stað hafði lögreglan verið með í rannsókn um margra mánaða skeið þegar látið var til skarar skríða og voru nokkrir menn handteknir. Eigandi staðarins er enn í gæsluvarðhaldi.


Tengdar fréttir

VIP synjað um rekstrarleyfi og lokað samdægurs

Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Staðurinn hefur verið rekinn með rekstrarleyfi til bráðabirgða síðan í júní, en það leyfi rann út annan nóvember síðastliðinn. Það fékkst ekki endurnýjað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.