Sakar lögreglu um að hafa boðið kókaín fyrir vændi Jakob Bjarnar skrifar 18. nóvember 2013 12:27 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson. Samkvæmt bókhaldi eyddu lögreglumenn 800 þúsund krónum á VIP Club, í leynilegum aðgerðum sínum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. Vilhjálmur segir starfsfólk þar fullyrða að gestir staðarins, sem síðar hefur komið á daginn að voru lögreglumenn, hafi borið fé á starfsmenn og boðið eiturlyf, nánar tiltekið kókaín, í staðinn fyrir vændi.Eyddu 800 þúsundum í kampavín Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. VIP opnaði aftur á föstudag en þá fór tuttugu manna lögregluteymi og lokaði staðnum, á forsendum rökstudds gruns um að þar færi fram vændisstarfsemi. Það hyggst Vilhjálmur meðal annars kæra. Hann segir starfsfólk alfarið hafna því að atburðir séu með þeim hætti sem lögreglan lýsir og Vísir hefur greint frá og byggir þar á lögregluskýrslu sem miðillinn hefur undir höndum. „Það var ítrekað af öllum starfsmönnum að þarna væri ekki hægt að kaupa vændi. Ég tel að lögreglan hafi sannað með þessari tálbeituaðgerð í september að það er og fer engin vændissala fram á þessu veitingahúsi. Þeir senda þarna fimm lögreglumenn á staðinn sem eyða þarna átta hundruð þúsundum í kampavín og samverustund með starfsfólki,“ segir Vilhjálmur. Þetta er samkvæmt bókhaldi staðarins: „Engum þeirra tekst að kaupa vændi. Jafnframt hefur starfsfólk lýst því yfir að þessi viðskiptamenn, þessir lögreglumenn sem þarna voru á ferð, hafi verið að bera fé á starfsfólkið og eiturlyf í því skyni að fá viðkomandi starfsmann til að stunda vændi. Það er einfaldlega grafalvarlegt mál.“Kókaín í skiptum fyrir vændiEiturlyf? Hvernig þá? „Starfsfólkið fullyrðir að viðkomandi viðskiptavinir, sem nú hefur komið í ljós að eru lögreglumenn, hafi boðið kókaín í skiptum fyrir vændi. Ásamt fjármunum.“Hvernig munt þú bregðast við þessu? „Ég tel þessa tálbeituaðgerð lögreglu ólögmæta. Hún stenst ekki stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Heldur ekki ákvæði sakamálalaga. Þá felur aðgerðin í sér brot á reglum innanríkisráðherra frá 2011 um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu. Það er alveg klárt að með þessari aðgerð var verið að reyna að hvetja til lögbrota, sem enginn hafði áhuga á að fremja, sem er algerlega óheimilt samkvæmt þessum reglum um tálbeitur.“ Á eftir mun Vilhjálmur senda inn kæru á ríkissaksóknara þar sem þessi tálbeituaðgerð verður kærð. „Sem og húsbrot lögreglunnar inn á veitingahúsið síðastliðinn föstudag. Jafnframt verður brot lögreglu á þagnarskyldu með því að leka þessum fölsku ásökunum til fjölmiðla. Þær verða jafnframt kærðar.“ (Umrædd kæra er meðfylgjandi.) Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður eigenda VIP Club við Austurstræti, ætlar að kæra lögreglu vegna aðgerða gegn staðnum. Vilhjálmur segir starfsfólk þar fullyrða að gestir staðarins, sem síðar hefur komið á daginn að voru lögreglumenn, hafi borið fé á starfsmenn og boðið eiturlyf, nánar tiltekið kókaín, í staðinn fyrir vændi.Eyddu 800 þúsundum í kampavín Lögreglan hefur rannsakað starfsemi VIP Club í Austurstræti frá því í sumar. Lögregla synjaði staðnum um rekstrarleyfi en 14. nóvember var lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu gert, af hálfu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, að veita staðnum rekstrarleyfi. VIP opnaði aftur á föstudag en þá fór tuttugu manna lögregluteymi og lokaði staðnum, á forsendum rökstudds gruns um að þar færi fram vændisstarfsemi. Það hyggst Vilhjálmur meðal annars kæra. Hann segir starfsfólk alfarið hafna því að atburðir séu með þeim hætti sem lögreglan lýsir og Vísir hefur greint frá og byggir þar á lögregluskýrslu sem miðillinn hefur undir höndum. „Það var ítrekað af öllum starfsmönnum að þarna væri ekki hægt að kaupa vændi. Ég tel að lögreglan hafi sannað með þessari tálbeituaðgerð í september að það er og fer engin vændissala fram á þessu veitingahúsi. Þeir senda þarna fimm lögreglumenn á staðinn sem eyða þarna átta hundruð þúsundum í kampavín og samverustund með starfsfólki,“ segir Vilhjálmur. Þetta er samkvæmt bókhaldi staðarins: „Engum þeirra tekst að kaupa vændi. Jafnframt hefur starfsfólk lýst því yfir að þessi viðskiptamenn, þessir lögreglumenn sem þarna voru á ferð, hafi verið að bera fé á starfsfólkið og eiturlyf í því skyni að fá viðkomandi starfsmann til að stunda vændi. Það er einfaldlega grafalvarlegt mál.“Kókaín í skiptum fyrir vændiEiturlyf? Hvernig þá? „Starfsfólkið fullyrðir að viðkomandi viðskiptavinir, sem nú hefur komið í ljós að eru lögreglumenn, hafi boðið kókaín í skiptum fyrir vændi. Ásamt fjármunum.“Hvernig munt þú bregðast við þessu? „Ég tel þessa tálbeituaðgerð lögreglu ólögmæta. Hún stenst ekki stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Heldur ekki ákvæði sakamálalaga. Þá felur aðgerðin í sér brot á reglum innanríkisráðherra frá 2011 um sérstakar rannsóknaraðferðir lögreglu. Það er alveg klárt að með þessari aðgerð var verið að reyna að hvetja til lögbrota, sem enginn hafði áhuga á að fremja, sem er algerlega óheimilt samkvæmt þessum reglum um tálbeitur.“ Á eftir mun Vilhjálmur senda inn kæru á ríkissaksóknara þar sem þessi tálbeituaðgerð verður kærð. „Sem og húsbrot lögreglunnar inn á veitingahúsið síðastliðinn föstudag. Jafnframt verður brot lögreglu á þagnarskyldu með því að leka þessum fölsku ásökunum til fjölmiðla. Þær verða jafnframt kærðar.“ (Umrædd kæra er meðfylgjandi.)
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira