Erlent

Portúgalska lögreglan hefur rannsókn á ný á hvarfi McCann

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Madeleine McCann hvarf árið 2007. Rannsókn á hvarfi hennar hefur verið opnuð á ný.
Madeleine McCann hvarf árið 2007. Rannsókn á hvarfi hennar hefur verið opnuð á ný.
Lögreglan í Portúgal hefur ákveðið að hefja rannsókn að nýju í hvarfi á Madeleine McCann. Rannsókn portúgölsku lögreglunnar lauk árið 2008 og mætti það mikilli gagnrýni í breskum fjölmiðlum. Nýjar upplýsingar hafa komið fram að undanförnu og því hefur verið ákveðið að hefja rannsókn á nýjan leik.

McCann var þriggja ára þegar hún var numin á brott af hóteli í Algarve í Portúgal árið 2007. Foreldrar stúlkunnar trúa því enn að dóttir þeirra sé á lífi og eru ánægðir með að rannsókn sé hafin á ný.

„Við vonum að þetta verði til þess að dóttir okkar finnist og í ljós komi hver ber ábyrgð á þessum glæp,“ segir í tilkynningu frá Kate og Gerry McCann.

Portúgalska lögreglan hætti rannsókn 15 mánuðum eftir hvarf Madeleine en þá hafði rannsókn málsins ekki miðað áfram svo mánuðum skipti. Foreldrar stúlkunnar voru mjög ósátt með þá niðurstöðu og hafa barist fyrir því að málið verðið tekið upp að nýju.

Fjölmargar nýjar upplýsingar hafa komið fram eftir að málið var tekið fyrir í þættinum Crimewatch sem sýndur var á BBC fyrir skömmu. Þátturinn var einnig sýndur víða í Evrópu og kom mikill fjöldi nýrra upplýsinga fram í dagsljósið.

Mikilvægt vitni, sem var aldrei yfirheyrt, er talið að það búa yfir upplýsingum sem gætu skipt sköpum í rannsókn málsins. Breska lögreglan mun starfa náið með þeirri portúgölsku að rannsókn málsins.


Tengdar fréttir

Ótrúleg viðbrögð í kjölfar þáttar um Madeleine

Breskir rannsóknarlögreglumenn sem rannsaka hvarf ensku telpunnar Madeleine McCann segja að þeir hafi fengið yfir 2400 símtöl og tölvupósta í kjölfar þess að sýndur var þáttur á BBC sem skýrði nákvæmlega frá hvarfi M adeleine.

Fjölmargar vísbendingar borist

Bresku lögreglunni hefur borist fjölmargar vísbendingar eftir þátt breska ríkissjónvarpsins í gær, Crimewatch, þar sem fjallað var um hvarf Madeleine McCann í Portúgal árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×