Erlent

Lögregla birtir tölvuteikningar í máli Madeleine McCann

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Myndirnar eru gerðar út frá lýsingum tveggja sjónarvotta.
Myndirnar eru gerðar út frá lýsingum tveggja sjónarvotta.
Lögregluyfirvöld í Bretlandi hafa birt tvær tölvuteikningar af manni sem lýst er eftir í tengslum við hvarf hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine McCann árið 2007.

Maðurinn er sagður á aldrinum 20 til 40 ára, hvítur, brúnhærður, stuttklipptur og skegglaus. Sjónarvottar hafa gefið greinargóða lýsingu á manninum og voru myndirnar unnar út frá þeim. Að sögn sjónarvottanna sást til mannsins nálægt íbúð McCann-fjölskyldunnar í Praia da Luz um það leyti sem McCann hvarf.

Í þættinum Crimewatch á BBC sem sýndur verður í kvöld verður nánar fjallað um hvarf Madeleine, og að sögn lögreglunnar verða á næstunni gerðar tölvuteikningar af fleiri einstaklingum sem lögregla óskar eftir að ná tali af í tengslum við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×