Erlent

Sást til Madeleine á eyju í Miðjarðarhafinu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Madeleine McCann hefur verið týnd í sex ár.
Madeleine McCann hefur verið týnd í sex ár.
Foreldrar ensku stúlkurnar Madeleine McCann hafa enn ekki gefið upp alla von um að dóttir þeirra finnist á lífi. Madeleine var numinn á brott fyrir sex árum þegar fjölskyldan var í fríi í Portúgal.

Nýjar upplýsingar hafa litið dagsins ljós en nýverið steig fram maður sem fullyrðir að sést hafi til Madeleine á eyju í Miðjarðarhafinu fyrir nokkrum vikum. Maðurinn sagðist hafa fengið þessar upplýsingar frá manni sem hann hitti í veislu. Lögreglan rannsakar ennþá málið þó rúm sex ár séu liðin frá því að Madeleine hvarf.

Í þættinum Crimewatch á BBC sem sýndur verður næsta mánudag verður fjallað um ránið á Madeleine. Breska lögreglan hefur rætt við yfir 440 einstaklinga og vonast hún til að þátturinn verði til þess að nýjar upplýsingar komi í ljós.

„Við erum þess fullviss að það sé fólk þarna úti sem geti varpað ljósi á hvarfi Madeleine,“ segja foreldarar Madeleine, Kate og Gerry McCann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×