Erlent

Bandaríkjamenn hleruðu 35 þjóðarleiðtoga

Elimar Hauksson skrifar
Edward Snowden mun hafa lekið minnisblaðinu til fjölmiðla en það sýnir fram á víðtækar hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna.
Edward Snowden mun hafa lekið minnisblaðinu til fjölmiðla en það sýnir fram á víðtækar hleranir Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna. mynd/afp
Samkvæmt minnisblaði sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak til fjölmiðla hefur Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, hlerað síma fjölmargra þjóðarleiðtoga en þetta kemur fram á vef fréttaveitu Daily Mail

Í minnisblaðinu kemur fram að bandarískur ríkisstarfsmaður hafi afhent meira en 200 símanúmer, þar á meðal símanúmer 35 þjóðarleiðtoga. Enginn er nafngreindur í skjalinu en búast má við því að þeirra á meðal sé Angela Merkel, kanslari Þýskalands en hún hefur opinberlega sakað NSA um að hafa hlerað farsíma sinn.

Minnisblaðið er dagsett í október árið 2006 en þá var George W. Bush forseti Bandaríkjanna. Jay Carney, blaðamannafulltrúi Hvíta hússins, hefur sagt að Bandaríkjamenn séu ekki og munu ekki hlera síma Þýskalandskanslara. Hann varðist hins vegar svara um hvort bandarísk stjórnvöld hafi einhverntímann hlerað síma Merkel.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×