Enski boltinn

Katrín skoraði þegar Liverpool tryggði sér titilinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/Twitter síða Liverpool
Liverpool tryggði sér Englandsmeistaratitilinn með 2-0 sigri gegn Bristol. Katrín Ómarsdóttir var að venju í byrjunarliði Liverpool og átti fínan leik á miðjunni og skoraði mark.

Ótrúlegur viðsnúningur varð á gengi Liverpool, á síðasta tímabili endaði liðið í seinasta sæti með aðeins fimm stig. Nýtt þjálfarateymi og nýjir leikmenn hristu hinsvegar upp í liðinu.

Fyrir leikinn var vitað að þetta væri úrslitaleikur upp á hvort liðið sigraði deildina. Liverpool var með 33 stig og dugði jafntefli gegn Bristol sem var í öðru sæti með 31 stig.

Louise Fors skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik eftir að brotið var á Niko Rolser. Katrín tryggði sigur Liverpool þegar tæplega korter var eftir af leiknum með skalla úr aukaspyrnu Fara Williams.

Með sigrinum endaði sigurganga Arsenal sem hafði unnið ensku deildina allt frá árinu 2000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×