BBC greinir frá því að Gareth Bale sé búinn að semja um kjörin sín hjá spænska félaginu Real Madrid.
„Þótt viðræður í Madríd hafi staðið yfir í nokkra daga er mikilvægt að leggja áherslu á að félagaskiptin hafa alltaf verið formsatriði,“ segir Dan Roan á fréttavef BBC.
Real Madrid hefur þegar gert 86 milljóna punda boð sem Tottenham á eftir að samþykkja. Real á einnig að hafa gert Spurs tilboð upp á 70 milljónir punda sem yrði í einni greiðslu.
Nú er þess beðið að Tottenham samþykki tilboð Real Madrid og félögin komist að samkomulagi að því hvernig greint verið frá tíðindunum.

