Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Breiðablik 2-2 | Frábær endurkoma Skagamanna Stefán Árni Pálsson á Akranesi skrifar 22. ágúst 2013 07:37 Skagamenn og Blikar gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum í kvöld. Blikar gerðu tvö fyrstu mörk leiksins en Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin undir lok leiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega en aðstæður höfðu mikið að segja á Norðurálsvellinum. Mikill vindur var upp á Skipaskaga í kvöld og það sást vel á spilamennsku liðanna. Blikar voru örlítið sterkari til að byrja með en Skagamenn aldrei langt undan. Liðin skiptust á að fá hálffæri sem lítið varð úr. Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn ÍA en skot hann beint á Pál Gísla Jónsson í markinu hjá ÍA. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum en Ellert Hreinsson kom inn á sem varamaður fyrir Blika. Hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleiknum. Blikar létu ekki þar við sitja og héldum áfram að pressa á heimamenn. Mark númer tvö gerði síðan Sverrir Ingi Ingason með skalla eftir frábæra hornspyrnu frá Kristni Jónssyni á 65. mínútu. Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Eggert Kári Karlsson skallaði boltann í markið. Umdeild mark en Blikar vildu meina að boltinn hefði aldrei farið inn fyrir marklínuna. Rétt fyrir lok leiksins kom Hafþór Ægir Vilhjálmsson inná völlinn sem varamaður fyrir Skagamenn en hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann náði að jafna metin tveim mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Skagamenn með ótrúlega mikilvægt stig í botnbaráttunni en Blikar tapa dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Kári: Bónus fyrir mig að ná í stig gegn Blikum „Við erum mjög sáttir með að hafa náð í stig hér eftir að lenda tveimur mörkum undir,“ sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Á móti svona góðu liði eins og Breiðablik sem heldur boltanum vel þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Það getur vel verið að þetta stig verði okkur dýrmætt undir lok leiktíðar. Það er bara aukabónus fyrir mig að fá stig gegn Blikum.“ Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins en varnarleikur Skagamann í aðdraganda marksins var til skammar. „Það fór bara enginn í manninn. Hann fékk að vaða upp völlinn og skjóta alveg óáreitur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Ekki búið fyrr en dómarinn flautar af„Ég veit ekkert hvort þetta eru tvö töpuð stig eða ekki, það kemur bara í ljós þegar þau verða talin í lokin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Í stöðunni 2-0 þá missum við leikinn niður í jafntefli og það er einfaldlega ekkert í hendi fyrr enn dómarinn hefur flautað leikinn af.“ „Ég er sáttur við það hvernig við spiluðum leikinn, en ekki sáttur við úrslitin. Við byrjuðum vel í síðari hálfleiknum og gerðum nægilega mikið til þess að vinna leikinn, það bara gekk ekki upp í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Skagamenn og Blikar gerðu 2-2 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Norðurálsvellinum í kvöld. Blikar gerðu tvö fyrstu mörk leiksins en Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að jafna metin undir lok leiksins. Leikurinn hófst nokkuð rólega en aðstæður höfðu mikið að segja á Norðurálsvellinum. Mikill vindur var upp á Skipaskaga í kvöld og það sást vel á spilamennsku liðanna. Blikar voru örlítið sterkari til að byrja með en Skagamenn aldrei langt undan. Liðin skiptust á að fá hálffæri sem lítið varð úr. Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn ÍA en skot hann beint á Pál Gísla Jónsson í markinu hjá ÍA. Staðan var því 0-0 í hálfleik eftir frekar bragðdaufan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn hófst með miklum látum en Ellert Hreinsson kom inn á sem varamaður fyrir Blika. Hann var ekki lengi að láta ljós sitt skína og skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tveggja mínútna leik í síðari hálfleiknum. Blikar létu ekki þar við sitja og héldum áfram að pressa á heimamenn. Mark númer tvö gerði síðan Sverrir Ingi Ingason með skalla eftir frábæra hornspyrnu frá Kristni Jónssyni á 65. mínútu. Skagamenn neituðu að gefast upp og náðu að minnka muninn korteri fyrir leikslok þegar Eggert Kári Karlsson skallaði boltann í markið. Umdeild mark en Blikar vildu meina að boltinn hefði aldrei farið inn fyrir marklínuna. Rétt fyrir lok leiksins kom Hafþór Ægir Vilhjálmsson inná völlinn sem varamaður fyrir Skagamenn en hann var ekki lengi að setja mark sitt á leikinn þegar hann náði að jafna metin tveim mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Niðurstaðan 2-2 jafntefli og Skagamenn með ótrúlega mikilvægt stig í botnbaráttunni en Blikar tapa dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Kári: Bónus fyrir mig að ná í stig gegn Blikum „Við erum mjög sáttir með að hafa náð í stig hér eftir að lenda tveimur mörkum undir,“ sagði Kári Ársælsson, leikmaður ÍA, eftir leikinn í kvöld. „Á móti svona góðu liði eins og Breiðablik sem heldur boltanum vel þá er mjög erfitt að koma til baka.“ „Það getur vel verið að þetta stig verði okkur dýrmætt undir lok leiktíðar. Það er bara aukabónus fyrir mig að fá stig gegn Blikum.“ Ellert Hreinsson gerði fyrsta mark leiksins en varnarleikur Skagamann í aðdraganda marksins var til skammar. „Það fór bara enginn í manninn. Hann fékk að vaða upp völlinn og skjóta alveg óáreitur.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur Kristjánsson: Ekki búið fyrr en dómarinn flautar af„Ég veit ekkert hvort þetta eru tvö töpuð stig eða ekki, það kemur bara í ljós þegar þau verða talin í lokin,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Í stöðunni 2-0 þá missum við leikinn niður í jafntefli og það er einfaldlega ekkert í hendi fyrr enn dómarinn hefur flautað leikinn af.“ „Ég er sáttur við það hvernig við spiluðum leikinn, en ekki sáttur við úrslitin. Við byrjuðum vel í síðari hálfleiknum og gerðum nægilega mikið til þess að vinna leikinn, það bara gekk ekki upp í kvöld.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki