Fimm leikir fóru fram í 18. umferð 1. deildar karla í dag en það ber helst að nefna að Haukar unnu mikilvægan sigur á Víking, 2-1, á Ásvöllum.
Leik BÍ/Bolungarvíkur gegn KA var frestað vegna þoku og fer hann fram á morgun.
Haukar styrktu stöðu sína í toppbaráttunni og hafa slitið sig örlítið frá Víkingum. Grindvíkingar og Fjölnir eru enn vel með í baráttunni um laust sæti í efstu deild.
Úrslit og markaskorar:
Völsungur 1 - 3 Fjölnir
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson (13.) , 1-1 Leikmaður óþekktur (20.) ,1-2 Aron Sigurðarson (29.), 1-3 Ragnar Leósson (32.).
Leiknir R. 1 - 2 Grindavík
0-1 Stefán Þór Pálsson (9.) , 1-1 Guðmundur Egill Bergsteinsson (50., sjálfsmark) ,1-2 Magnús Björgvinsson (82.).
Þróttur R. 0 - 1 Selfoss
0-1 Javier Zurbano Lacalle (36.).
Haukar 2 - 1 Víkingur R.
0-1 Viktor Jónsson (13.) , 1-1 Andri Steinn Birgisson (35.) , 2-1 Hilmar Geir Eiðsson (88.).
Tindastóll 3 - 1 KF
0-1 Þórður Birgisson (6.) , 1-1 Atli Arnarson (30.) , 2-1 Edvard Börkur Óttharsson (39.)
3-1 Atli Arnarson (78.).
Upplýsingar um markaskorara fengnar á urslit.net
Haukar unnu stórslaginn gegn Víkingum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti


„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn

Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn

